fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Stóllinn Skata

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 6. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóllinn Skata er fyrsti formbeygði stóllinn framleiddur á Íslandi og í raun elsti stóll sem framleiddur var hér á landi. Hönnuður Skötunnar er Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010), sem m.a. hannaði kaffihúsið Mokka. Hann hafði nýlokið námi sínu í Kaupmannahöfn og hrifist mjög af Maurnum eftir Arne Jacobsen, og vildi þróa sambærilegan íslenskan stól úr formbeygðum krossvið, sem þá var tiltölulega ný aðferð og algerlega óþekkt hér á landi.

Skötustóllin náði fljótt töluverðri útbreyðslu, enda alhliða stóll, sem bæði hentaði á stofnanir og heimili. Stuttu seinna bættist stóllinn Þórshamar við, einnig úr formbeygðum krossvið, en með stærra baki. Framleiðslan lagðist síðan af 1973, en hófst að nýju 2008, og eru báðir stólarnir nú fáanlegir í ýmsum úfærslum og litum.

Þó dönsku árhrifin séu mjög sterk, og ekki síst frá stólum Arne Jacobsen, þá stendur Skötustóllin sterkum fótum sem sjálfstæð íslensk hönnun, þar sem blandað er saman nýstárlegum tæknilausnum og ljóðrænum tilvísunum til náttúrunnar.

Festingarnar voru algjör nýjung og minntu auk þess á egg skötufisksins. Sama má segja um hið skötulagaða bak, sem fyrst og fremst var hugsað til þess að ná fram sveigjanleika og hámarsstyrk, án þess þó að þyngja stólinn, en fyrstu stólar Arne Jacobsen áttu það til að brotna um hálsinn, þó síðar hafi verið bætt úr því með nýrri tækni.

Skötustóllinn fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og framleidd verða tölusett eintök af völdum útgáfum. Bæði þeim nýjustu og einnig í sígildri glærri eik, en slíkir stólar prýddu m.a. lögreglustöðina í nýjustu Ófærðarþáttunum.

Nánari upplýsingar fást á www.skata.is eða info@skata.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Kynning
Fyrir 4 dögum

Vörn öryggiskerfi – Leiðandi í öryggismálum

Vörn öryggiskerfi – Leiðandi í öryggismálum
Kynning
Fyrir 4 dögum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum
Kynning
Fyrir 6 dögum

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn
Kynning
Fyrir 6 dögum

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara
Kynning
Fyrir 1 viku

Fela reglulega trúlofunarhringa á botni kampavínsglasa

Fela reglulega trúlofunarhringa á botni kampavínsglasa
Kynning
Fyrir 1 viku

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 2 vikum

Risa sumarútsala í Byggt og Búið

Risa sumarútsala í Byggt og Búið
Kynning
Fyrir 2 vikum

FISH PARTNER: Ástríða fyrir veiði

FISH PARTNER: Ástríða fyrir veiði