fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arctic Barley er nýtt íslenskt vörumerki, en undir því er framleidd heilsufæða sem samanstendur af loftpoppuðu byggi. Bak við fyrirtækið standa matvælafræðingarnir Hildur Guðrún Baldursdóttir og Braga Stefaný Mileris sem stofnuðu fyrirtækið saman.

Hugmyndin kviknaði í náminu

„Hugmyndin kviknaði í námi okkar í Háskóla Íslands í matvælafræði, í vöruþróunaráfanga. Þar vorum við hvött til að hugsa sjálfstætt og koma með sniðugar hugmyndir sem gætu nýtt hráefni sem lítið er unnið með á Íslandi til verðmætasköpunar og út frá því kom hugmyndin um að poppa bygg,“ segja þær Hildur og Braga.

„Bygg er eina kornið sem er hægt að rækta á Íslandi í einhverjum mæli, en er samt lítið nýtt til manneldis. Grunnhugmyndin að verkefninu var að vinna byggið sem minnst og viðhalda þannig heilsusamlegum eiginleikum þess. Hugmyndin þróaðist síðan áfram, en okkur fannst mikilvægt að hafa vörurnar heilsumiðaðar þar sem byggið er bæði næringar- og trefjaríkt. Við vorum svo heppnar að fá styrk frá Matvæla- og næringarfræðideild háskólans til að halda áfram vöruþróun um sumarið til að gera neytendakannanir og klára nauðsynlegar mælingar. Síðan þá hefur hugmyndin þróast og vöruþróun hefur verið á fullu.“

 

Tóku þátt fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri keppni

Varan, poppað bygg, var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands í nýsköpunarkeppni vistvænna matvæla, Ecotrophelia, í París árið 2016. Við það var þróun vörunnar tekin á næsta stig og hönnun á umbúðum og logo var unnið með Birtu Rós Brynjólfsdóttur, nemanda við Listaháskóla Íslands. „Þetta var ómetanleg reynsla og við lærðum mikið á því hvað þarf til að geta komið vöru á markað. Það skiptir okkur máli að hafa vörurnar okkar og umbúðir vistvænar, og notum við því einungis umbúðir sem brotna niður í náttúrunni. Einnig er varan vistvæn að því leyti að við erum að nýta illa nýtt hráefni og gera eitthvað nýtt og spennandi úr því.“

 

Arctic Barley er fáanlegt í nokkrum mismunandi blöndum, en uppistaðan er lífrænt íslenskt bygg sem búið er að poppa. 

Arctic barley

Hreint poppað bygg, en það býður upp á marga möguleika í matargerð og bakstri. Poppaða byggið er gott að nota ofan á salat, í alls konar heilsublöndur og hægt er að nota það að mörgu leyti í staðinn fyrir hnetur, en bragðið á því minnir á millistig milli hnetu og poppkorns. Með poppun á bygginu nær það mjög skemmtilegri, brakandi áferð og hefur því marga mismunandi notkunarmöguleika.

Arctic snack

Arctic snack er hugsað sem snarl til að grípa í og njóta beint úr pokanum og inniheldur poppað bygg, ristaðar kókosflögur, þurrkuð epli, kasjúhnetur og kanil.

Arctic muesli

Arctic muesli er múslíblandan okkar og inniheldur hún poppað bygg, ristaðar kókosflögur, dökkt sykurlaust súkkulaði og döðlur.

 

„Byggið sem við notum er stútfullt af trefjum og þar sem eingöngu er notað heitt loft til að koma því í neysluhæft form er varan talin mjög lítið unnin.“ Stöðug vöruþróun er í gangi hjá þeim stöllum í Arctic Barley og má nefna að nokkrar vörur sem eru væntanlegar í framtíðinni, eins og til dæmis sykurlausa karamellu með poppuðu byggi, heilsustangir, hrökkkex og fleira gómsætt.

Hægt er að fá Arctic Barley á eftirfarandi stöðum:

Fræinu í Fjarðarkaupum, en Arctic Barley er væntanlegt á fleiri staði á næstu mánuðum.

 

Arctic Barley verður með kynningu í Fræinu, Fjarðarkaupum þann 31. júlí frá kl. 16. 

Við hvetjum alla til að koma og smakka íslenskt poppað bygg! 

Nánari upplýsingar á www.arcticbarley.is
Facebook.com/arcticbarley og Instagram.com/arctic_barley

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum