Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Tölvulistinn: Fyrir rafíþróttir og leikjaspilun

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvulistinn hefur lengi verið leiðandi verslun í tölvuvörum á Íslandi og þar fæst allur nauðsynlegur búnaður fyrir rafíþróttir og leikjaspilun í flestum birtingarmyndum. Oftast er keppt á 24 tommu skjáum í skotleikjum en þó hafa 27 tommu skjáir verið afar vinsælir líka. Við tókum saman nokkra af vinsælustu og mest spennandi skjáunum sem eru fáanlegir í Tölvulistanum.

 

Einn öflugasti 24 tommu skjárinn sem er fáanlegur í Tölvulistanum

Asus ROG Swift XG258Q er keppnisskjár fyrir tölvuleiki með FreeSync stuðning.
Hann hefur 240Hz svo skjámyndin uppfærist 240 sinnum á sekúndu, sem er fjórfalt meira en í hefðbundnum skjáum. Skjárinn er sérstaklega byggður til notkunar í helstu eSports leikjum eins og CS, Starcraft, LoL, Dota 2 o.fl.

Asus ROG Swift XG258Q

Verð 89.995

 

Margverðlaunaður keppnisskjár

Asus ROG Swift PG258Q er 24 tommu keppnisskjár fyrir tölvuleiki með G-Sync-stuðning. Með 240Hz uppfærist skjámyndina 240 sinnum á sekúndu, sem er fjórfalt meira en í hefðbundnum skjáum.
Skjárinn fékk verðlaun frá European Hardware Awards árið 2017 sem besti leikjaskjárinn á markaðnum enda markvisst byggður til notkunar í helstu eSports leikjum eins og CS, Starcraft, LoL, Dota 2 o.fl.

Asus ROG Swift PG258Q

Verð 99.995

 

Vinsælasti leikjaskjárinn í Tölvulistanum

Vinsælasti leikjaskjárinn okkar er 27 tommu AOC G2790PX, en flestir fá sér þennan skjá til þess að spila heima og fyrir strategy, MOBA eða þriðju persónu leiki.

AOC G2790PX

Þessi hágæða leikjaskjár frá AOC G2790PX er 27 tommu 144Hz Full-HD með 1ms viðbragðstíma og er sérhannaður fyrir kröfuharða spilara. Skjárinn nýtir sér AMD FreeSync tækni með studdum AMD skjákortum. Skjárinn kemur á standi sem má hækka, lækka, snúa og halla og innbyggt USB2 fjöltengi (hub).

Verð 51.995

 

Vinsæl skjákort
Í Tölvulistanum fæst fjöldi skjákorta fyrir ólíkar þarfir leikjaspilara. Þeir kröfuhörðustu leita gjarnan að STRIX skjákortum en þau eru að jafnaði virtustu og öflugustu skjákortin sem í boði eru. STRIX skjákortin koma alla jafna yfirklukkuð úr verksmiðjunni sem gerir þau hraðvirkari en aðrar útgáfur af skjákortum af sömu gerð ásamt því að kæling þeirra er almennt betri.

Einnig er vert að skoða sérstaklega hvort skjákortið sem þú hefur í huga hefur GDDR6 minni en það er hraðvirkara og þarfnast minna rafmagns en eldri kynslóðir af NVIDIA-skjákortum sem hafa GDDR5 eða GDDR5X minni.

 

ASUS STRIXGTX1660TIA6
ROG STRIX GeForce GTX 1660 Ti hefur 6GB GDDR6 minni og skilar fleiri römmum á sekúndu án þess að blikna. Skjákortið hefur glæsilega grafíkvinnslu hins margverðlaunaða NVIDIA Turing kjarna sem skilar auknum hraða í vinsælustu leikjunum í dag.

GeForce GTX 1660 Ti skjákortið hjálpar þér að bæta frammistöðu þína og myndgæði þegar þú streymir á Twitch eða YouTube. Skjákortið vinnur myndefnið á 15% skilvirkari hátt en eldri kynslóðir skjákorta og virkar vel með Open Broadcaster hugbúnaði (OBS).

Verð 59.995

 

ASUS STRIXRTX2070O8GG

ROG STRIX GeForce RTX 2070 OC skjákortið hefur 8GB GDDR6 minni með öflugri kælingu sem skilar sér í fleiri römmum á sekúndu og er kjörið fyrir VR leiki.

ROG GeForce RTX skjákortin notast við Turing GPU kjarna og glænýja RTX tækni. Saman skila þessir eiginleikar um það bil sex sinnum betri frammistöðu en eldri gerðir skjákorta. Skjákortið hefur auk þess DirectX 12 tækni sem eykur myndgæði svo um munar þannig að leikurinn verður raunverulegri og þú hrífst frekar með.

Verð 119.995

 

Fleiri spennandi vörur fyrir rafíþróttafólk

Elgato vörurnar eru sérstaklega ætlaðar leikjaspilurum sem taka upp leikina sína og streyma þeim t.d. á Twitch eða YouTube. Elgato vörurnar henta engu að síður fyrir allar gerðir streymis hvert sem efni þinnar rásar er. Þetta eru vandaðar og glæsilegar streymisvörur sem gera þér kleift að færa streymið þitt upp á æðra stig og framkalla vandað efni fyrir þína áhorfendur á einfaldan og fljótlegan hátt.

Á meðal flottra streymisvara í boði frá Elgato er t.d. Stream Deck sem hefur fimmtán forritanlega takka sem auðvelda alla eftirvinnslu og gera þér jafnvel kleift að vinna myndefnið þitt jafnóðum og virkar því vel fyrir beina útsendingu. Einnig eru í boði Cam Link og Game Capture upptökukort sem draga verulega úr hökti ásamt því að bæta og auka magn efnisins sem þú getur tekið upp.

Í Tölvulistanum fæst síðan fjöldinn allur af flottum lyklaborðum og tölvumúsum sem eru sérstaklega hönnuð með leikjaspilun í huga. Baklýst lyklaborð og viðbragðshraðar mýs sem spara þér tíma og auka möguleika þína á sigri.

Fleiri spennandi og gagnlegar rafíþróttavörur frá framleiðendum eins og Corsair, Razer, Asus, MSI, AOC, Acer, SteelSeries og CoolerMaster svo fátt eitt sé nefnt, má skoða í netverslun Tölvulistans á tl.is eða í næstu Tölvulistaverslun, sem eru á 7 stöðum um land allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna