Miðvikudagur 20.nóvember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

GT Akademían: Dreymir þig um að keyra ekta kappakstursbíl?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eiga margir sér þann draum að finna adrenalínið streyma á ógnarhraða um æðarnar við það að aka alvöru kappakstursbíl eftir einhverri af frægustu kappakstursbrautum heims. Það er vel hægt að dýfa tánni í þann draum með því að fá sér flottan kappakstursleik í tölvuna eða taka í stýrið á gæða Go Kart-bíl. En það er hægt að komast enn nær þessum draumi með því að skella sér í GT Akademíuna, eða GTA. „Við erum með átta ökuherma í hæsta gæðaflokki þar sem menn komast nálægt því að upplifa þennan draum, sem er kannski ekki svo óraunhæfur í dag. Einnig er gaman að segja frá því að framleiðandi Project Cars, sem er forritið sem við notum, ætlar að uppfæra forritið okkar yfir í Project Cars pro. Við erum því mjög spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar nú upp á enn flottari spilun,“ segir Hinrik hjá GTA.

Tilvalið í hópefli og fyrirtækjakeppnir

„Hermarnir eru tengdir saman svo að allir átta keppendurnir eru saman á brautinni í einu. Nokkur fyrirtæki halda mótaraðir hjá okkur til þess að efla starfsandann og svo hafa samkeppnisfyrirtæki haldið keppni sín á milli. Þetta hefur gefist ótrúlega vel og allir virkilega ánægðir. Það eru líka margir sem komast að því að þeim finnst furðu gaman að taka í stýrið hjá okkur. Svona ekta laumuökuþórar.“

Langar þig að prófa að keyra alvöru kappakstursbíl?

„Í herminum er að finna 60 brautir sem margar eru lazerskannaðar svo að þær eru nákvæm eftirmynd af alvöru brautum, upp á millimetra. Brautirnar er hægt að aka í mismunandi lengdum og við mismunandi aðstæður. Þá er hægt að láta rigna eða stytta upp, hafa snjókomu, hálku og fleira. Möguleikarnir eru nær endalausir. Lengsta brautin í forritinu er 25 kílómetra löng og nefnist Nürburgring en hana er að finna í vestanverðu Þýskalandi. Þess má geta að það er keppni í gangi hjá GTA um stysta tímann í 20 kílómetra útgáfu brautarinnar. Þá keyrirðu í 30 eða 60 mínútur og reynir að ná sem bestum tíma. Eins og er þá er besti tíminn 6:30.841, sem er aðeins einni sekúndu hægari en heimsmethafinn í hermikappakstri hefur ekið brautina á. Þannig að það má greinilega enn bæta metið.“

Ótrúlega raunverulegt

„Að keyra í ökuhermunum okkar er það allra næsta sem maður kemst því að keyra alvöru kappakstursbíl á ekta kappakstursbraut. Þrír stórir skjáir eru í kringum ökumanninn sem situr í sérstökum stól með hreyfibúnaði. Stóllinn svarar því sem er að gerast í bílnum á brautinni. Stóllinn færist upp, niður og hallar þegar ökumaðurinn stýrir bílnum. Ökumaðurinn finnur bókstaflega fyrir yfirborði vegar og þeim kröftum sem virka á bílinn. Einnig fer sætið til hliðar ef bíllinn missir grip og þú finnur í stýrinu ef bíllinn læsir dekkjunum. Þess má geta að hjá GTA er Hliðskjálf VR-Lab að þróa þjónustu með sýndarveruleikagleraugum sem hægt er að leigja og nota á staðnum.“

„Það eina sem ekki er hægt að líkja nákvæmlega eftir í herminum er miðflóttaaflið, þ.e. þegar bíllinn hraðar á sér eða hægir og svo auðvitað lífshættan, en í herminum er engin hætta á að slasast ef þú klessir á eða veltir bílnum. Hermikappakstur á þessu kaliberi hefur beina tengingu inn í mótorsport í raunheimi. Menn hafa fengið ráðningu hjá kappakstursliðum út frá því að hafa staðið sig vel á ökuhermamótum; t.d. Jann Mardenborough sem keppti fyrir Nissan í erfiðasta kappakstri heims, Le Mans. Einnig eru mörg kappaksturslið sem nota svona herma til að æfa ökumenn sína fyrir kappakstur.

Við stofnuðun fyrirtækið á bak við GTA fyrir um ári, og einni meðgöngu seinna, þann 15. desember, opnuðum við dyrnar. Þetta hefur undið mjög mikið upp á sig enda margir sem biðu spenntir eftir því að geta prófað alvöru ökuhermi hér á Íslandi. Í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn höfum við nú þegar haldið fjórar af sex keppnum í mótaröð til Íslandsmeistaratitils.“ Sex keppnir til stiga eru haldnar og átta stigahæstu keppendurnir keppa svo til úrslita um Íslandsmeistaratitil. Stefnt er að því að fimm efstu ökuþórar Íslandsmóts taki þátt í Norðurlandamóti í hermikappakstri sem haldið verður í október á vegum Alþjóða akstursíþróttasambandsins.

Námskeið í hermikappakstri

GT Akademían hefur staðið fyrir akstursíþróttanámskeiðum fyrir ungmenni og stefnt er að því að halda fleiri námskeið seinnipart sumars. „Markmið námskeiðanna er að kenna ungmennum undirstöðuatriðin í mótorsporti, kenna íþróttamannslega hegðun og reglur mótorsports, auka einbeitingu og rýmissvitund. Krakkarnir verða svo í stakk búnir til að taka þátt í keppnum á netinu og þegar fram líða stundir, keppnum í raunheimi.“

Nánari upplýsingar um GT Akademíuna má nálgast á vefsíðunni gta.is

Ármúli 23, 108 Reykjavík

Sími: 537-2400

Vefpóstur: gta@gta.is

Opið alla daga frá 12.00 til 20.00

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember