fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Kynning

FH: Byggja brú á milli hefðbundinna íþrótta og rafíþrótta

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa fundið fyrir miklum áhuga á rafíþróttum meðal barna og unglinga í Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögum hófst Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) handa við að skipuleggja metnaðarfullt rafíþróttastarf innan félagsins. „Í byrjun maí héldum við kynningingarfund um rafíþróttir og rafíþróttastarf okkar. Fundurinn var mjög vel sóttur og um 80 manns, ungmenni og fullorðnir fjölmenntu á fundinn,“ segir Hallsteinn Arnarson, annar af verkefnastjórum Rafíþrótta hjá FH.

Mynd: Eyþór Árnason

Mótuð og metnaðarfull markmið

Rafíþróttir FH, eða FH eSports, er sjálfstæð eining sem er rekin undir hatti knattspyrnudeildar félagsins. „Við höfum kynnt okkur vel rafíþróttastarfsemi erlendis og erum í góðu sambandi við nokkur þekkt íþróttafélög. Búið er að setja upp umgjörðina, skipulagið, metnaðarfull markmið og móta framtíðarsýnina. FH er elsta starfandi íþróttafélag í Hafnarfirði og félagið vill ávallt vera í fremstu röð og leiðandi í íþrótta- og uppeldisstarfi.“ Starfið skiptist í tvennt hjá FH. Annars vegar eru það yngri flokkar og hins vegar keppnis- eða úrvalslið eldri spilara. Báðir hópar æfa og keppa í spilun tölvuleikja í nýrri, glæsilegri aðstöðu í Kaplakrika, höfuðstöðvum FH. Origo og NIKE eru traustir og ómetanlegir stuðningsaðilar Rafíþróttadeildar FH hvað varðar m.a. tölvubúnað og íþróttafatnað.

Mynd: Eyþór Árnason

Mörg börn og unglingar finna sig ekki í venjulegu hópstarfi og/eða vilja frekar spila tölvuleiki en æfa og keppa í hefðbundnum íþróttum. Þau eyða miklum tíma í að spila tölvuleiki heima hjá sér, oft ein inni í dimmu herbergi, nærast á óhollum drykkjum, mat og sætindum, eiga í litlum samskiptum við fjölskyldu og aðra, fara ekki út úr húsi, o.s.frv. Of mikil tölvuleikjaspilun (fíkn) getur leitt til óæskilegra lífshátta á borð við félagslega einangrun, ónægan svefn, hreyfingarleysi og óhollt mataræði. Tölvuleikjaspilun hefur því löngum haft slæmt orð á sér og margir foreldrar réttilega áhyggjufullir ef þetta er hegðunarmynstur barna þeirra.

Mynd: Eyþór Árnason

Heilbrigðari tölvuleikjaspilun

„Rafíþróttastarf getur umbylt ástandinu og virkjað þessa hæfileikaríku einstaklinga í heilbrigðu og skemmtilegu umhverfi. Viðhorf okkar er að það sé svalt að spila tölvuleiki. Það krefst mikilla hæfileika og æfinga að verða góð(ur) í tölvuleikjaspilun. En spilunin, eins og flest annað í lífinu, verður að vera iðkuð rétt, í hófi og í jafnvægi við aðra þætti hversdagslífsins. Við bjóðum þessa efnilegu einstaklinga velkomna í Kaplakrika. Þar hitta þeir fyrir önnur ungmenni með sömu áhugamál, æfa saman og keppa sín á milli eða við aðra í tölvuleikjum, undir eftirliti og leiðsögn reyndra þjálfara. Þau mæta á æfingar og fá tækifæri til að rækta hæfileika sína í faglegu, skemmtilegu og umfram allt öruggu umhverfi. Þau eignast nýja vini, læra samvinnu og að tilheyra liði, öðlast sjálfstraust, fá fræðslu um tölvuleiki og rétta nálgun spilunar, o.fl.

Mynd: Eyþór Árnason

Við leggjum áherslu á að við erum ekki eingöngu að spila tölvuleiki til gamans, heldur æfum við markvisst til að verða betri spilarar og búa okkur undir skipulagða keppni í einstaklings- eða fjölspilaraleikjum. Til að ná góðum árangri í rafíþróttum, líkt og í öðrum íþróttum, þarf að vera í góðu líkamlegu formi, æfa rétt og vel, leggja hart að sér, huga að mataræðinu, fá nægan svefn o.s.frv. Líkamlegar æfingar, leikir og teygjur eru því mikilvægur hluti tölvuleikjaæfinganna. Við viljum þannig byggja brú milli hefðbundinna íþrótta og rafíþrótta.“

Mynd: Eyþór Árnason

Góðar fyrirmyndir

FH ætlar líka að vera með góða keppendur og keppnis-/úrvalslið eldri og yngri spilara í tölvuleikjum eins og Fortnite, FIFA, League of Legends og Counter Strike. Þeir keppendur og lið munu keppa undir merkjum FH eSports hérlendis og erlendis, og eru góðar fyrirmyndir fyrir þá yngri. „Liðið okkar í League of Legends (LoL) tölvuleiknum, sem vann báða stóru titlana í Lenovodeildinni, er byrjað að keppa í undankeppni Norðurlandamótsins í LoL. Það verður mjög spennandi að fylgjast með strákunum keppa á því móti því þeir hafa æft vel saman í Krikanum síðustu vikur. Einnig bíðum við spennt eftir næstu stóru FIFA keppni hérlendis, sem verður líklega haldin með haustinu. Þar teflum við fram Jóhanni Ólafi, núverandi Íslandsmeistara í FIFA tölvuleiknum. Jóhann er flottur strákur sem við bindum miklar vonir við. Sömuleiðis höfum við fengið fyrirspurnir um tölvuleikjakeppni við þekkt erlend íþróttafélög,“ segir Hallsteinn.

Mynd: Eyþór Árnason

Námskeið í Fortnite gekk vonum framar

„Við vorum að byrja með námskeið í Fortnite tölvuleiknum fyrir börn og unglinga á aldrinum 9–14 ára. Námskeiðið hefur gengið mjög vel, ungmennin eru mjög ánægð með það og bros á hverju andliti. Námskeiðið fylltist nær samdægurs og einhverjir eru komnir á biðlista fyrir næstu námskeið. Framundan eru því fleiri Fortnite námskeið, FIFA námskeið og svo mögulega námskeið í Counter Strike tölvuleiknum fyrir eldri einstaklinga síðar í sumar. Í haust fer svo rafíþróttastarfið á fullt hjá okkur með skipulögðum æfingatímum fyrir mismunandi aldurshópa. Mögulega verðum við líka með helgarnámskeið í haust og vetur. Rafíþróttir FH fá síðan flotta aðstöðu til frambúðar í Skessunni, nýja stóra knatthúsimu sem er að rísa á Kaplakrikasvæðinu,“ segir Hallsteinn.

Mynd: Eyþór Árnason

Frekari upplýsingar um rafíþróttanámskeið og rafíþróttastarf FH má nálgast á vefsíðu félagsins, fh.is og Facebook-síðu félagsins: FH Hafnarfjörður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 4 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 4 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum