Föstudagur 13.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. júlí 2019 14:00

Magnús Axelsson og Kristmann Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nafnið Áman á sér yfir 40 ára sögu, en fyrirtækið hefur verið staðsett á Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, síðan í byrjun árs 2016 en var áður til margra ára í húsi sem flestir þekkja, gamla Austurbæjarapótekinu, Háteigsvegi 1 við Rauðarárstíg, sem lengi var talað um sem „Rauða húsið,“ segir Magnús Axelsson, framkvæmda- og rekstrarstjóri Ámunnar ehf.  

Verslun og aðgengileg netverslun

Áman flytur inn og selur vörur til bjór- og víngerðar og er með smásölu, netverslun og endursöluaðila víða um landið. Magnús segir það verulega til hagsbóta fyrir landsbyggðina, þar sem kaupandinn þarf þá ekki að greiða sendingargjald undir vöruna og varan er á svipuðu verði hjá flestum endursöluaðilum eins og í versluninni í Reykjavík. Í netverslun Ámunnar, aman.is, má finna allar vörur sem fyrirtækið flytur inn og er netverslunin mjög vel flokkuð og aðgengileg.

„Við leggjum okkur fram við að þjónusta einstaklinga sem hafa áhuga á að gera eigin bjór og vín,“ segir Magnús. Bæði er hægt að kaupa tilbúin sett, sem er búið að forvinna, og svo öll efni og áhöld sem þarf til að gera bjór frá grunni.

Bjór- og víngerð er áhugamál hjá stórum hópi fólks

Magnús segir að síðustu ár hafi verið ákveðin vakning hjá fólki um að gera bjórinn frá grunni.

„Bjórbruggun hefur verið vaxandi áhugamál hjá fólki sem er ekki að hugsa um tímann, einfaldleikann eða kostnað, en stofnkostnaður er einhver þó að hann sé ekki verulegur, “ segir Magnús. Um er að ræða áhugamál hjá stórum hópi fólks, sem kemur vikulega að kaupa hráefni til bjórgerðar. Fyrir þá sem eru að gera bjór frá grunni þá eru til leiðbeinandi upplýsingar, en margir brugga bjór eftir eigin hugmynd.

„Þegar þú ert farinn að gera bjór frá grunni þá verður þetta áhugamál og menn verða fljótlega sérfræðingar, sumir verða bara bjórmeistarar heima hjá sér,“ segir Magnús. „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga.“

Sá hópur sem gerir sín eigin vín uppgötvar að þau eru holl, bragðgóð og oft mildari og ferskari en verksmiðjuframleidd vín. Þá er víngerð heillandi og skemmtilegt tómstundagaman. Framboð af nýjum tegundum og betri efnum eykst stöðugt og með betri hjálparefnum og tækjum er heimavín fyllilega sambærilegt borðvínum frá hinum frægu vínræktarlöndum. Segja má að óðum minnki bilið á milli besta heimavínsins og hinna svokölluðu eðaltegunda.

Hvort sem þú ert að gera bjór eða vín þá snýst þetta um þolinmæði

„Bjórbruggun frá grunni er ekki flókið mál en það þarf ákveðið bjórger, malt/korn, humla, að meskja við ákveðið hitastig og síðan sjóða virtan sem fæst úr meskingunni, kæla, gerja og svo framvegis. Þetta er ákveðið ferli, sem er ekki langt, en tíminn frá því að bjórgerð hefst og hann settur á flöskur er um tvær vikur,“ segir Magnús.

Kosturinn við heimavíngerð er sá að hún er einföld og þægileg auk þess að vera ódýr kostur. Lítið pláss þarf á heimilinu fyrir víngerðina og henni fylgir nánast engin lykt. Vínið er mjög gott, þrúgurnar og víngerðarlíkin eru fyrsta flokks í dag, mjög vönduð vara.

Aldurshópur viðskiptavina er breiður

Fólk skiptist í tvo hópa, þá sem eru að leita að ódýrum lausnum fyrir til dæmis afmæli eða giftingu og svo þá sem hafa vín og bjórbruggun sem áhugamál og vilja gera góð vín og góðan bjór og leggja tíma og peninga í bruggunina. Aldurshópur viðskiptavina Ámunnar er einnig breiður.

Stofnkostnaður til bjór- og víngerðar er ekki verulegur

Aðspurður um hver stofnkostnaðurinn sé segir Magnús að hægt sé að kaupa pakka með bjórgerðarefni inniföldu á undir níu þúsund krónum og áhaldapakki til víngerðar, þar sem að efni er ekki innifalið, er um 14.000 krónur. Hægt sé að gera bjór frá grunni á ódýran hátt, en ef eigi að gera það af alvöru getur stofnkostnaður hlaupið á nokkrum tugum þúsunda.

Allt sem þarf til bjór- og víngerðarinnar er til sölu hjá Ámunni, efni til bjór- og víngerðarinnar sjálfrar, flöskur, tappar, og allt þar á milli.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá Ámunni, Tangarhöfða 2, í síma 533-1020 eða á netfanginu aman@aman.is. Verslunin er opin virka daga frá kl. 10–18.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Teppadeild Parka: Við finnum lausnina fyrir þig!

Teppadeild Parka: Við finnum lausnina fyrir þig!
Kynning
Fyrir 1 viku

Viltu hætta eða minnka tóbaksnotkun?

Viltu hætta eða minnka tóbaksnotkun?
Kynning
Fyrir 2 vikum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Konukvöld Momo í kvöld!

Konukvöld Momo í kvöld!