fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið komið og ekki seinna vænna en að standsetja svalirnar til þess að geta notið allra þessara dýrðlegu sólargeisla til hins ítrasta. Góðar svalir auka virði fasteignar og þannig er komin nýting á svalirnar allt árið. Það besta við góðar svalir er að íbúar geta notið útiveru allt árið um kring. Lumon-svalalokunarkerfin frá Ál og Gler eru gríðarlega þægileg í notkun fyrir einstaklinga og gera svalirnar að einstökum griðastað, bæði á sumrin og á veturna.

Ál og Gler varð upphaflega til sem viðauki við fyrirtækið Stál og Suða sem hefur verið starfandi í 20 ár. „Vinsældir Ál og Gler hafa verið gríðarlegar frá opnun og því höfum við haft í nógu að snúast frá upphafi. Við erum að bjóða upp á sóltjöld, handrið fyrir svalir og fyrsta flokks svalalokunarkerfi frá Lumon,“ segir Einar Ingason, stjórnarformaður Ál og Gler.

Vinsæl og stílhrein svalalokunarkerfi

Yfir milljón Lumon svalalokanir hafa verið seldar í gegnum tíðina og Lumon-kerfið hefur verið leiðandi í gæðamálum í yfir 30 ár. „Hjá Lumon er gríðarlega mikið lagt upp úr nýsköpun og hönnun og við hjá Ál og Gler höfum kerfisbundið verið að fækka útlitsviðaukum á borð við pósta og annað. Þannig fær glerið að njóta sín og falla inn í útlit hússins.“

Henta fyrir alls konar veðurfar

Lumon-kerfin koma frá Finnlandi, en Finnar hafa lengi verið leiðandi í gerð svalalokana. Finnskt veðurfar er ekki ólíkt því sem gengur og gerist á Íslandi, nema vindar og frost eru þar heldur meiri en hér. Því er Lumon tilvalið fyrir íslenskt veðurfar. „Vindálagið sem við bjóðum upp á er með því hæsta í heiminum. Lumon er CCMC og CE-vottað og fékk verðlaunin European Technical Approval (ETA-06/0019). Lumon-kerfið var fyrsta kerfið í Evrópu til að hljóta slíka vottun og er núna eina kerfið til að hljóta CCMC-vottun. Lumon-kerfið hentar því í köldu veðri en hefur einnig sannað sig á stöðum einsog Dubai þar sem sandstormar herja á blokkir,“ segir Einar.

Starfsmenn Ál og Gler hafa mikla reynslu í uppsetningu og mælingum og leggja sig fram við að þjónusta viðskiptavini sína í öllu ferlinu, alveg frá hugmyndavinnu og yfir í þjónustu eftir að kerfið er komið upp. „Við bjóðum þá upp á fríar mælingar og gerum tilboð til viðskiptavina útfrá stærð svala. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í þínar svalir.“

Úti á svölum allt árið um kring

Ál og Gler býður einnig upp á alls kyns vörur til þess að gera svalirnar notalegri og þegar svalalokun er komin upp er nýting allt árið á svölunum. „Við mælum með því að fólk taki sér tíma og hanni rýmið eins og hentar þeim. Við bjóðum t.d. upp á sérgerð stillanleg sóltjöld sem gerir kleyft að stilla birtu eftir hentisemi. Tjöldin er þá m.a. hægt stilla þannig að þau að loki á sólarljós á sumrin þegar sólin er lágt á lofti. Skoðaðu sóltjöldin á visor.is. Einnig erum við með hitara fyrir svalirnar á veturna. Það á að vera hægt að nýta svalirnar allt árið um kring og því er hitari fyrir veturinn það sem gerir herslumuninn.“

„Við leggjum mikið upp úr þjónustu og viljum vinna náið með okkar viðskiptavinum. Þess vegna hefur Ál og Gler verið tekið fagnandi á íslenskum markaði og við vonumst til að þjónusta Íslendinga í mörg ár til viðbótar,“ segir Einar að lokum.

Flatahraun 29, Hafnarfjörður

Nánari upplýsingar má nálgast á aloggler.is

Facebook: Ál og Gler

Sími: 535-5453

netpóstur: aloggler@aloggler.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum