fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Kynning

Framtíðin er björt í LG upplýsingaskjám

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Tölvulistanum fæst mikið úrval af upplýsingaskjám frá 10 tommum upp í 86 tommur og allt þar á milli. Fyrir móttökur, fundarrými, opin rými og alla aðra staði þar sem þörf er á skjám til að sýna efni eða miðla upplýsingum. Öllum LG upplýsingaskjám er hægt að stýra miðlægt með einföldum hætti.

Slepptu ímyndunaraflinu lausu með hágæða LG OLED upplýsingaskjám

Það sem OLED tæknin hefur framyfir hefðbunda LED og UHD skjái er djúpur svartur og fullkomnir litir ásamt skýrari mynd frá öllum sjónarhornum. Með OLED verður myndin skarpari og fleiri blæbrigði sjást í litum myndefnisins. Hönnunin er glæsileg en skjárinn er örþunnur og rammalaus sem jafnframt er hægt að raða, beygja og stilla upp að vild. LG OLED upplýsingaskjair eru tilvaldir til þess að fanga athygli og vekja aðdáun viðskiptavina. Framtíðin í upplýsingaskjám er björt með LG OLED.

Sveigjanlegir skjáir bjóða upp á óteljandi möguleika.

Stjörnurnar skína skærar á kolsvörtum himni

Það er ótrúlegt hvað dýpri svartur getur gert fyrir heildargæði myndarinnar. Stjörnurnar skína skærar á kolsvörtum himni og sama gildir með LG OLED upplýsingaskjáina. Engin önnur skjátækni getur fært þér sömu dýpt og jafn dökkan skjá og OLED sjónvarpið þar sem hver einasti pixill stýrir sínu eigin ljósi.

Fyrir neðan má sjá hvernig gleraugnaverslunin Interoptik í Noregi gerði verslun sína enn glæsilegri og meira áberandi með LG OLED upplýsingaskjám.

LG býður upp á fjölbreytt úrval af auglýsingaskjám í bestu mögulegu myndgæðum svo auglýsingarnar njóta sín betur og vekja meiri athygli. Fáanlegir beygðir og í fjölbreyttum stærðum svo þeim má stilla upp og raða saman eins og hentar þínu fyrirtæki.

Gætu tvöfaldir LG skjáir verið rétta lausnin fyrir þitt fyrirtæki?

Tvöfaldir upplýsingaskjáir frá LG eru frábær lausn þar sem veggpláss er af skornum skammti til þess að hámarka sýnileika skilaboða til viðskiptavina. 
Með tvöföldum skjám getur þú látið tvö ólík skilaboð rúlla sitthvoru megin á skjánum samtímis. Tvöföldu skjáirnir frá LG fást bæði beygðir og flatir, en flötum skjám má auðveldlega koma fyrir úti á gólfi, úr lofti eða út úr vegg.


Upplifun í versluninni

LG B2B auglýsingaskjáir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum. Meðal annars í Ultra Stretch útgáfu þar sem skjáirnir eru lengri og mjórri en venjulegir skjáir. Ultra Stretch skjáir eru tilvaldir í biðskýli, verslanir, á sjálfsala eða öðrum stöðum þar sem gera þarf sem mest úr litlu rými. LG B2B eru flottir og áhrifaríkir skjáir sem vekja athygli.

Glæsilegt sjónarspil með LG tækninni

Nærri því saumlausir myndbandsveggir gera upplifunina áhrifaríkari og umlykja áhorfendur. Raðaðu LG auglýsingaskjám saman að vild og vektu aðdáun viðskiptavina þinna. Stöðug myndgæði frá öllum sjónarhornum eru nauðsynleg til þess að myndbandsveggir virki þar sem þeim er gjarnan stillt upp fyrir ofan augnhæð og horft á þá frá öllum sjónarhornum. LG hafa þróað réttu tæknina til þess að myndbandið þitt skili sér eins til allra þinna viðskiptavina.

Hér má skoða glæsilegt sjónarspil LG á tækni.

Úrvalið má skoða á tl.is og er áhugasömum fyrirtækjaeigendum bent á að hafa samband við Fyrirtækjaþjónustu Tölvulistans í síma 414-1700 eða í tölvupósti á sala@tl.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna