Laugardagur 07.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ógleymanleg veiðiferð til Grænlands

Kynning
Þuríður Elín Sigurðardóttir
Föstudaginn 28. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru svona „exclusive“ ferðir en árið 2020 stefnum við á að vera með blandaða hópa,“ segir Halldór Ingvason, einn af eigendum South Greenland Fly Fishing, en fyrirtækið var stofnað árið 2012. South Greenland Fly Fishing býður upp á veiðiferðir til Suður-Grænlands. Höfuðstöðvarnar eru í Narsaq, en þaðan  er siglt á hverjum morgni í einhverja af hinum fjölmörgu ám og vötnum sem eru í innan við klukkustundar siglingar fjarlægð. Boðið er upp á tvenns konar ferðir, annars vegar „camping“  þar sem fólk gistir í tjöldum  eða þar sem gist er á hóteli.

Stórbrotið og fallegt landslag

Veiðileiðsögumennirnir sem og skipstjórarnir hafa áralanga reynslu á sínu sviði og eru í góðri samvinnu við heimafólk svo að ferðin til Grænlands verði ógleymanleg. South Greenland Fly Fishing hjálpa þér að skipuleggja stórskemmtilega og eftirminnilega ferð því það getur jú verið tímafrekt og kostað mikla vinnu að gera það sjálfur. Suður-Grænland býður upp á stórbrotið og fallegt ónsortið landslag, jökulheima, heiðalönd, firði og fjörur. Dýralífið í Grænlandi er einstakt, flestar ár eru fullar af bleikju, selir og hvalir synda um firðina, hreindýr, sauðnaut, snæhérar og refir eru einnig algeng sjón á göngu. En maður má ekki gleyma að líta upp því ernir og Grænlandsfálkar sjást einnig reglulega. „Það er mikilvægt að vera í ágætis formi því við löbbum mikið,“ segir Halldór.

Ný á á hverjum degi

Í boði eru tvenns konar lengdir á ferðum:

Fjögurra daga, frá laugardegi til þriðjudags, en þar er gist í fjórar nætur og veitt í 4 heila daga.

En svo er hægt að fara í sjö daga frá þriðjudegi til þriðjudags og þá er gist í 7 nætur og veitt í 7 daga.

Farið er í nýja á hvern dag til að gefa kúnnunum fullkomna upplifun af því sem Grænland hefur upp á að bjóða. En á meðan siglt er fær fólk tækifæri til að horfa á ísjaka, fallega firði og yndislegt dýralíf. Ef gist er á hótelinu er farið við lok hverrar veiðiferðar á hótelið í Narsaq og borðaður ljúffengur kvöldverður.

Réttur klæðnaður lykilatriði

Mikilvægt er að taka með sér réttan klæðnað og skófatnað því veðrið getur verið mismunandi og árnar við núll gráður þótt lofthitinn sé oftast hlýr. En einnig er mikilvægt að hugsa um að verja sig gagnvart moskítóflugunum því þær eru víst ansi margar við árnar, því er nauðsynlegt að vera með net.

South Greenland Fly Fishing býður upp á einstaka og magnaða upplifun og með þeirra hjálp verður ferðalagið ógleymanlegt. „Við byrjuðum í þessu 2012 og erum búin að vera að bæta við okkur reynslu og svona, en nú erum við komin með einn flottasta stangveiðistaðinn sem hægt er að veiða í,“ segir Halldór.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðunni https://www.southgreenlandflyfishing.com/, í síma 8219400 eða í netfangið info@southgreenlandflyfishing.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann
Kynning
Fyrir 5 dögum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum
Kynning
Fyrir 1 viku

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara
Kynning
Fyrir 1 viku

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar
Kynning
Fyrir 1 viku

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 1 viku

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!
Kynning
Fyrir 1 viku

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna
Kynning
Fyrir 1 viku

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is! 

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is!