fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Reiðhjólaverzlunin Berlin: Fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem elska falleg reiðhjól

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir og Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru. Berlin sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og er með ýmsar aðrar fallegar vörur sem henta til daglegra nota. Einnig er verkstæði á staðnum og er tekið á móti öllum gerðum reiðhjóla til viðgerða, viðhalds, umfelgunar og samsetningar á hjólum

„Við erum mikið í þessum klassísku vintage-hjólum, sem eru falleg útlits og höfða til fólks sem vill ekki hjóla í sérstökum hjólafötum heldur bara í venjulegum hversdagsklæðnaði,“ segir Jón Óli Ólafsson, eigandi fyrirtækisins og eini starfsmaðurinn. Meðal vinsælustu reiðhjóla hjá Berlín eru REID Ladies Classics og svo hjól undir merkinu Berlin.

„Við viljum bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg hjól fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga,“ segir Jón Óli.

Berlin býður einnig reiðhjól frá Pure Cycles, Achille og Pashley. Nýjasta hjólamerkið er ítalska merkið Cinelli. Cinelli býður upp á alls konar útgáfur af samsetningum við stellið.

Reiðhjólaverzlunin Berlin skipuleggur og heldur utan um Tweed Ride. „Hér kemur fólk saman og hjólar í klassískum fötum og dragtir í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. Hjólað er um á klassískum og virðulegum borgarhjólum,“ segir Jón Óli um þennan skemmtilega viðburð.

Gömul reiðhjól fá nýtt líf

Óhætt er að segja að Jón Óli veiti góða og persónulega þjónustu en hann hefur meðal annars hjálpað viðskiptavinum að láta gömul reiðhjól öðlast nýtt líf. „Við höfum bjargað hérna hjólum frá allt aftur til 1950, og svo hjólum frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Ef fólk kaupir aukahlutina hér set ég hjólin saman viðkomandi að kostnaðarlausu, en svo eru aðrir sem kjósa að gera þetta sjálfir en fá efni og þá aðstoð og ráð sem þeir vilja hjá mér,“ segir Jón Óli.

Opið lengur með hækkandi sól

Reiðhjólaverzlunin Berlin er til húsa að Ármúla 4. Núna 2. maí lengdist afgreiðslutíminn og er opið þriðjudaga–föstudaga frá 11 til 19 og laugardaga frá 11 til 17. Lokað er sunnudaga og mánudaga.

Að sögn Jóns Óla fer áhuginn og aðsóknin að aukast upp úr miðjum mars en það fer þó eftir veðri. „Maður finnur fyrst fyrir auknum áhuga á vefsíðunni en fólk byrjar að skoða þar áður en það kemur á staðinn,“ segir Jón Óli en ágæt vefsíða verslunarinnar er á slóðinni reidhjolaverzlunin.is.

„Það er yfirleitt mjög mikið að gera inn í júní, en síðan kemur dálítil sumarleyfalægð í júlí. Í ágúst, september og október er síðan mikil traffík,“ segir hann, en Jón Óli finnur vel fyrir vaxandi áhuga á hjólreiðum allt árið. „Það er hægt að setja negld dekk undir flest hjól sem hér eru til sölu og það er algengt að fólk fari að spyrjast fyrir um slíkt með haustinu. Ég finn líka þá breytingu seinni árin að viðskiptavinir nefna þennan möguleika við mig að fyrra bragði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 3 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum