Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maur.is er stórsniðug vefsíða sem tengir saman verktaka og fyrirtæki eða einstaklinga sem þurfa á þjónustu verktaka að halda. „Í náttúrunni eru maurar pínulítil skordýr sem varla sjást, en eru þó hörkuduglegir. Vinnumaurarnir sem skráðir eru á síðunni eru að sama skapi dugnaðarforkar en við sjáum að auki til þess að þeir séu sýnilegir þannig að það sé auðvelt og einfalt fyrir viðskiptavini að leita til þeirra þegar á þarf að halda,“ segir Ilmur Sæmundsdóttir, einn stofnandi Maur.is.

 

Ekki bara fyrir málara og múrara

„Við viljum hafa fjölbreytt úrval af verktökum eða svokölluðum vinnumaurum á síðunni. Maur.is er ekki bara fyrir iðnaðarmenn eins og málara og múrara, heldur er síðan fyrir alla sem hafa upp á einhverja þjónustu að bjóða. Þar getur þú fundið förðunarfræðinga, smiði, hönnuði, textahöfunda, pípulagningamenn, þjóna fyrir veislur og margt fleira,“ segir Ilmur.

 

Þú þarft ekki að týnast í frumskóginum

„Ég hef sjálf lent í því að leita að förðunarfræðingi fyrir árshátíð og það er frumskógur þarna úti af snyrtifræðingum, förðunarfræðingum, make up-artistum með og án prófs og margt fleira. Fyrir leikmann er ekkert grín að rata í gegnum þetta skógarþykkni með milljón glugga opna á internetinu. Á maur.is geturðu auðveldlega fundið verktaka sem býður upp á þá þjónustu sem þú leitar að. Viðskiptavinir gefa svo umsögn og stjörnur í lok hvers verkefnis og því er auðvelt að taka upplýsta ákvörðun. Einnig fáum við alla pappíra á hreint. Ef verktaki er með vottun eða próf í sínu fagi, þá sannreynum við það og það birtist um leið og leitað er að viðkomandi á maur.is. Við öftrum þó engum að skrá sig sem vinnumaur þó hann sé ekki með próf. Fólk getur verið hæft og með starfsreynslu þó það sé ekki með menntunina. En það skráir sig enginn undir lögvernduðu starfsheiti nema að hann geti sýnt fram á prófskírteini.“

 

Auðvelt fyrir báða aðila

„Maur.is auðveldar ekki bara þeim sem vilja kaupa þjónustu leitina heldur einfaldar einnig vinnuna fyrir verktakann. Verktaki þarf ekki að vera meðlimur í mörgum mismunandi facebookhópum til þess að reyna að næla sér í verkefni eða eyða tíma og peningum í auglýsingar og fleira. Hjá maur.is sjáum við um að vinnumaurinn okkar sé sýnilegur á samfélagsmiðlum og það eina sem hann þarf að hugsa um er að taka að sér verkefni og vinna þau.“ Maur tekur enga prósentu af unnum verkefnum! Þeir sem vilja vera á síðunni skrá sig í áskrift og eftir það eru engin aukagjöld.

 

Sýnileg þjónusta

Maur.is er tengt við Google ads. Þegar tilvonandi viðskiptavinur leitar að ákveðinni þjónustu á Google, þá koma upp valmöguleikar frá maur.is. Það er ein af mörgum leiðum sem maur.is notar til að gera vinnumaura sína sýnilega. „Þegar þú skráir þig inn á maur.is geturðu valið um stóran eða lítinn pakka. Stóri pakkinn felur í sér aukinn sýnileika á Facebook. Þá fær aðilinn eina auglýsingu á Facebook í mánuði. Hægt er svo að borga aukalega til þess að fá fleiri auglýsingar og láta okkur „bústa“ eða auka sýnileika auglýsingarinnar og fleira.“

 

Hver og einn skapar sér orðspor

„Það er svo aukakostur sem fylgir svona fyrirkomulagi. Vefsíðan mun auðvelda Íslendingum af erlendum uppruna að koma sér á framfæri hér á landi. Maður leitar ósjálfrátt í þjónustu frá þeim sem talar sama tungumál og maður sjálfur, en það er fullt af hæfileikaríkum verktökum þarna úti af erlendu bergi brotnir sem margir líta framhjá. Hjá maur.is getur hver sem er skapað sér gott orðspor út frá vel unnum verkum og því aukið líkurnar á því að verða fyrir valinu hjá næsta viðskiptavini.“

 

Skráðu þig núna og þú gætir verið á leiðinni til Mílanó í sumar!

„Við hvetjum alla sem geta bætt við sig aukaverkefnum til þess að skrá sig á maur.is. Það er frítt að skrá sig fram í enda júlí. Eftir það ætlum við að fara í stóra markaðsherferð og auglýsa vel hið fjölbreytta starfslið sem verður komið inn hjá okkur.

Við erum einnig með gjafaleik í gangi þar sem einn áskrifandi er dreginn út á næstu vikum og fær í verðlaun flug fyrir tvo til Mílanó með Heimsferðum. Það er um að gera að skrá sig sem allra fyrst til þess að missa ekki af þessum frábæra vinningi. Ég hef fulla trú á að fólk verði duglegt að skrá sig svo við getum byggt upp frábæran gagnagrunn af verktökum með fjölbreytta starfsreynslu og kunnáttu,“ segir Ilmur.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni maur.is

Facebook: Vinnumaur. Þess má geta að þar er í gangi Facebookleikur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna