fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Fjölbreytt sumardagskrá Borgarsögusafns: Fjörugt fuglalíf, horfnar handverksaðferðir, kúmentínsla, harmonikkuball og margt fleira

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 16:00

Ljósmyndari: Lisa Shannen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt sameinað safn í eigu Reykvíkinga sem tók til starfa þann 1. júní 2014. Borgarsögusafn er í raun fimm söfn undir einum hatti: Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og svo Viðey.

Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir á vegum Borgarsögusafnsins í sumar

Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum fyrir börn og fullorðna í allt sumar, en markmið safnsins er að sýna fagmennsku við söfnun, skráningu og varðveislu á menningarminjum. Borgarsögusafn skal einnig vera í sterkum og sýnilegum tengslum við samfélagið, vera áreiðanlegt, upplýsandi og aðgengilegt, hvetja gesti sína til þátttöku og þjóna öllum af alúð. Mest verður um að vera á Árbæjarsafni og í hinni fallegu Viðey þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þar munu ýmsir skapandi og skemmtilegir starfsmenn og fræðarar Borgarsögusafns miðla fjölbreyttri sögu borgarinnar á forvitnilegan hátt og vekja gesti og gangandi til umhugsunar.

Það er alltaf gaman að koma í Viðey

Viðey er alltaf skemmtilegur áfangastaður fyrir hópa og einstaklinga enda er þar að finna mikla náttúrufegurð, stórbrotnar bergmyndarnir, gróðursæld og skemmtilegt fuglalíf. Í sumar verða ýmsir skemmtilegir viðburðir á dagskrá í Viðey og þess má geta að öll dagskráin er ókeypis.

Sumarsólstöðuganga 21. júní

Sumarsólstöðum þann 21. júní hefur síðustu árin verið fagnað í Viðey með skemmtilegri göngu um eyjuna þar sem ýmsir taka til máls og hafa frá mörgu að segja á meðan fallegrar náttúru er notið allt um kring. Gangan endar við varðeld og er góð samverustund fyrir fólk á öllum aldri.

Jóga fyrir alla 14. júlí

Viðey er útivistasvæði í eigu allra Reykvíkinga enda er fastur liður í eyjunni að stunda þar frískandi jóga og enda svo á að slaka á undir heilandi gong tónum. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari leiðir þessa endurnærandi stund sunnudaginn 14. júlí.

Á söguslóðum 30. júlí

Stefán Pálsson sagnfræðingur þrammar með gesti í Viðey á sögulegar slóðir á austurhluta eyjarinnar þar sem eitt sinn stóð þorp. Í dag standa aðeins eftir húsagrunnar en snemma á síðustu öld iðaði þar allt af lífi og mikla vinnu var þar að hafa, bæði við fiskvinnslu Milljónafélagsins og uppskipun úr erlendum skipum sem fluttu til landsins varning og vistir. Í Viðey var reist fyrsta hafskipahöfn á Faxaflóasvæðinu  og gátu þá millilandaskip lagt að í Viðey þaðan sem varningi var ferjað yfir til Reykjavíkur á smærri bátum, allt þar til  Reykjavíkurhöfn var byggð. Stefán mun segja frá þessari merkilegu sögu sunnudaginn 30. júní og af hverju öll starfsemi lagðist af í eyjunni.

Komdu og kíktu á fuglalífið

Einnig verður farin fuglaskoðun með Snorra Sigurðssyni líffræðingi í júlí en í Viðey er afar fjölskrúðugt fuglalíf og verpa þar að lágmarki 30 fuglategundir. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kíki.

Barnadagurinn í Viðey 11. ágúst

Barnadagurinn í Viðey er helgaður börnum og fjölskyldum þeirra og þá er dagskráin afslöppuð þannig að allir geta notið þess að rölta um eyjuna og taka þátt í ýmsum uppákomum. Þá er hægt að fara í  fjöruferð og uppgötva lífið sem þar er að finna, poppa yfir opnum eldi, fara í útileiki og prófa jóga og fylgjast með ýmsum listamönnum koma fram og sprella.

Það er mikið ævintýri að sigla með ferjunni yfir sundið og yndislegt að eyða deginum í eynni. Gott er að taka með sér teppi og nesti og njóta þess að slaka á í grasinu.

Komdu að tína kúmen 1. september

Í lok sumars er alltaf tínt kúmen í Viðey og Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur ætlar að taka á móti fólki sunnudaginn 1. september og segja þeim ýmsar skemmtilegar sögur áður en fólk fer af stað og tínir kúmenið.

Öll dagskrá í Viðey er ókeypis og öllum er velkomið að taka þátt en greiða þarf gjald í ferjuna. Skoðaðu áætlunina hér.

 

Tvær nýjar sýningar í Árbæjarsafni og margt fleira

Það er alltaf jafn gott að koma á Árbæjarsafn en þar er má eyða drjúgum hluta úr degi í að skoða sig um úti á safnsvæðinu, kíkja inn í litlu húsin og fræðast um lífið fyrr á tímum. Starfsfólk klæðist fatnaði sem hæfir tíðaranda safnsins og gestum líður eins og þeir hafi stigið öld aftur í tímann. Inni í húsunum eru margar áhugaverðar sýningar sem skipt er reglulega út og í ár opna tvær nýjar sýningar. Sýningin HEIMAt – tveir heimar fjallar um komu þýsks fólks hingað til lands stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina í leit að betra lífi og nýjum tækifærum. Sýningin Hjúkrun í 100 ár fjallar um sögu hjúkrunar á Íslandi og er sett upp í tilefni af 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Ljósmyndari: Lisa Shannen.

Handverksfólk og hestaferðir fyrir börnin á sunnudögum

Á sunnudögum er oft að finna handverksfólk inni í húsunum og við fáum til okkar ýmsa góða gesti sem bæta lífi og fjöri inn á safnið. Í túni eru hestar, kindur og lömb á vappi og ekki má gleyma skemmtilegu landnámshænunum. Þegar veðrið er gott er reynt að teyma hest undir börnum.

Á hestbaki ©Roman Gerasymenko.

Á safninu er kaffihús þar sem boðið er upp á heimilislegar veitingar en einnig skemmtileg krambúð með girnilegan varning í anda safnsins.

Farðu að vinna maður!

Þann 30. júní erum við með viðburð sem nefnist Verk að vinna! og þá fá gestir og gangandi að reyna á eigin skinni hvernig unnið var í sveitum og bæjum hér á árum áður þegar ekkert rennandi vatn var inn í húsin og engin nútímaþægindi við höndina.

Drossíurnar mæta 7. júlí

Fornbílar birtast á safnsvæðinu á sjálfan Fornbíladaginn þann 7. júlí. Þá klæða menn sig upp og birtast með drossíurnar hver á fætur annarri inni á fallegt safnsvæðið.

Ekta nikkuball 14. júlí

Þann 14. júlí verður slegið upp harmónikkuballi og slegið á gamla mátann með orfi og ljá og þann 21. júlí tileinkum við deginum húsdýrunum okkar á safninu.

©Roman Gerasymenko.

Allar nánari upplýsingar og tímasetningar á viðburðum í Árbæjarsafni, Viðey, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Sjóminjasafninu í Reykjavík er að finna á vefsíðu Borgarsögusafns: borgarsogusafn.is

c

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Smárabíó opnar í dag fyrir nýjar upplifanir á skemmtisvæði sínu í Smáralind!

Smárabíó opnar í dag fyrir nýjar upplifanir á skemmtisvæði sínu í Smáralind!
Kynning
Fyrir 1 viku

Endingargóðir skór –  Vistvænn kostur fyrir umhverfið

Endingargóðir skór –  Vistvænn kostur fyrir umhverfið
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýtt útibú SPORT24 opnar á morgun!: Gerðu frábær kaup á nýjum íþróttavörum – Opnunartilboð og 24% opnunarafsláttur

Nýtt útibú SPORT24 opnar á morgun!: Gerðu frábær kaup á nýjum íþróttavörum – Opnunartilboð og 24% opnunarafsláttur
Kynning
Fyrir 2 vikum

Húðfegrun: Hátæknilegar og árangursríkar húðmeðferðir

Húðfegrun: Hátæknilegar og árangursríkar húðmeðferðir