fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Neyðarvörn og öryggistök: Þjálfaði sænsku lögregluna.

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 12:00

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Arnþórsson er meðal annars þekktur fyrir að hafa stofnað íþróttafélagið Mjölni en í dag er hann með nýtt félag sem heitir ISR Matrix. Jón Viðar hefur staðið fyrir sjálfsvarnarnámskeiðum fyrir konur árum saman. Í sumar verður boðið upp á fjölda námskeiða bæði fyrir konur og karla, sem vilja auka öryggi sitt og fjölskyldu sinnar.

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

„Kerfið er mjög víðtækt. Hægt er að læra grunninn í neyðarvörn, flótta og undankomu frá frelsissviptingu, varnir gegn vopnum, öryggistök, taktík og margt fleira sem viðkemur auknu öryggi. Kerfið er hannað með það í huga að það eru engar reglur þegar ráðist er á þig. Það er enginn dómari eða læknir sem passar upp á þig þótt árásaraðili slái þig í hnakkann eða dragi upp hníf. Þetta er ekki eins og að læra MMA þar sem eru reglur, dómarar og læknar.

 

Grunnnámskeiðin standa yfirleitt í sex tíma á sunnudegi og getur fólk síðan haldið áfram inn í stigvaxandi framhaldsnámskeið ef það kýs svo. Námskeiðin styrkja bæði nemendur andlega og líkamlega. „Þetta kerfi er notað m.a. af sérsveit bandaríska flughersins og er gríðarlega öflugt. Áherslan er á að verja þig og yfirbuga árásarmann með mjög skjótum hætti,“ segir Jón Viðar.

Lokuð námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki.
ISR Matrix hefur undanfarin misseri þjálfað hinar ýmsu stofnanir, félög og fyrirtæki, eins og  bankastarfsmenn, lögreglumenn,  hjúkrunarfræðinga, lækna, þingverði, öryggisverði og fleiri.  Þessir hópar fá þjálfun í öryggistökum til þess að tyggja aðstæður og valda sem minnstum skaða á hættulegum mótaðila eða sjúklingi.  Einnig fá starfsmenn þjálfun í því að passa upp á eigið öryggi og læra því neyðarvörn með öryggistökunum.

Sænska lögreglan pantaði námskeið frá ISR Matrix á Íslandi.
„Kerfið og kennslan er orðið það viðurkennd hjá okkur að sænska lögreglan fékk okkur til Svíþjóðar núna í vetur til þess að þjálfa þeirra handtökuþjálfara, taktíkþjálfara og skotþjálfara.  Kenndum við þeim handtökuaðferðir sem eru mun öflugri og öruggari en þeir notuðu áður. Einnig kenndum við varnir gegn hnífaárásum og hvernig best sé að verja sitt eigið skotvopn ef mótaðili grípur í það,“ segir Jón Viðar.

Lokuð sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

Jón Viðar hefur haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur allt frá árinu 2011 en undanfarin misseri hefur orðið mikil þróun í þessari kennslu hans:

„Síðustu tvö árin hef ég verið að kenna ISR CAT kerfið, sem er miklu betra en það sem ég notaði áður. Þetta nær yfir víðtækara svið og hefur verið þróað fyrir stelpur í bandaríska hernum sem eru sendar sem njósnarar á hættuleg svæði í Mexíkó, Afganistan, Írak og víðar, þar sem þær geta þurft að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum.“

 

Næsta grunnnámskeið fyrir konur verður haldið sunnudaginn 2. júní og í kjölfarið taka við framhaldsnámskeið fyrir þær sem það vilja.  Einnig eru í boði önnur námskeið í sumar.

 

Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni isrmatrix.is. Sjá einnig Facebook-síðuna ISR Matrix – Iceland. Kennsla fer fram í húsnæði ISR Matrix að Stórhöfða 17, Reykjavík. Símanúmer er 862 0808.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum