fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra skóga hlaupið hefur verið haldið frá árinu 2011 en það fer fram í suðurhluta Fnjóskadals laugardaginn 27. júlí. Hlaupið er fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitina Þingey og hefur lukkast afskaplega vel í gegnum tíðina. Þátttakendum hefur farið fjölgandi hægt og rólega. „Við bjuggumst í fyrra við um 100 manns í hlaupið, en fjöldinn fór fram úr öllum væntingum. 192 hlauparar tóku þátt og var stemningin stórskemmtileg og veðrið alveg glimrandi, eins og gengur og gerist. Það verður gaman að sjá hvað mæta margir í ár,“ segir Steinar Karl Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Þingey.

Hlaupið er í gegnum fjóra skóga: Vaglaskóg, Lundskóg, Þórðarstaðaskóg og Reykjaskóg. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og ekki spillir fyrir að  mikil veðursæld er í Fnjóskadal:

„Við höfum alltaf fengið gott veður, það hefur aldrei rignt á okkur, einu sinni var sólarlaust en oftast hefur verið sól og stundum 20 stiga hiti.“ Steinar segir að enginn stórgróði sé af hlaupinu en það komi alltaf út í plús og sé því nokkur styrkur fyrir björgunarsveitina.

„Hlauparar sækja í góða veðrið og náttúrufegurðina hérna og við höfum fengið mjög góðar umsagnir um hlaupið,“ segir Steinar en árið 2014 var Fjögurra skóga hlaupið valið besta utanvegahlaupið.

Mjög fjölbreyttur hópur þátttakenda er í hlaupinu: „Þetta er allt frá krökkum hérna í sveitinni í skemmtiskokkinu og upp í margfalda Íslandsmeistara,“ segir Steinar Karl.

Keppt er í fjórum vegalengdum: 4,3 km skemmtiskokki, 10,3 km, 17,6 km og 30,6 km.

Allir keppendur fá þátttökupening og verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki í hverri vegalengd.

Keppendur eru fluttir á upphafsstaði, drykkir verða á stöðvum, tímatökunúmer, brautarmerkingar og öryggisgæsla eru á leiðinni. Boðið verður upp á hressingu á leiðarenda.

Gæsla verður við hlaupið og munu félagar úr björgunarsveitinni Þingey fylgja keppendum eftir. Þátttakendum skal þó bent á að þeir hlaupa á eigin ábyrgð.

Nánari upplýsingar og skráning á hlaup.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum