fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýju ári er alveg tilvalið að skella sér á sundnámskeið og hjá Sundskóla Sóleyjar er af ýmsu að taka. „Við erum með ungbarnasund, barnasund, einkatíma, skriðsundnámskeið og vatnsleikfimi fyrir fullorðna. Börn allt frá tveggja mánaða aldri og upp í tólf ára sækja einnig fjölbreytt námskeið hjá mér allt árið,“ segir Sóley, eigandi sundskólans, ungbarnasundkennari og íþróttakennari. Sundskóli Sóleyjar hefur verið starfandi í yfir 20 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt. „Þetta er fullt starf hjá mér í dag sem er ágætt því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sóley. Hjá sundskólanum starfar einnig Ragnheiður Sæmundsdóttir, ungbarnasundkennari og íþróttakennari.

 

Sjálfsörugg í sundi

Ungbarnasund kom til sögunnar í kringum árið 1990 og hefur lengi verið vinsælt. Að sögn Sóleyjar hefur hins vegar mesti vöxturinn undanfarin ár verið í barnasundi. Slík tómstundaiðkun barna hefur margvíslega kosti fyrir utan þá að vera holl hreyfing. Til dæmis er afar gott fyrir börn að stunda sundnámskeið áður en þau fara í skólasund því það gerir þau að sterkari einstaklingum og þau verða miklu sjálfsöruggari í skólasundinu. Enn fremur eru barnanámskeiðin, sem og ungbarnasundið, sannkölluð gæðastund fyrir fjölskylduna því foreldrar eru alltaf með barninu í lauginni, nema þegar um einkakennslu er að ræða.

 

Mikilvægt að halda sundinu við

„Það er líka mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttunni. Það hefur komið fyrir að ég fái til mín fólk á ungbarnanámskeið og svo kemur það aftur með barnið á barnanámskeið fjórum árum síðar. En í millitíðinni er barnið orðið vatnshrætt. Það er því mikilvægt að fjölskyldan fari reglulega í sund eða barnið haldi áfram á námskeiðum eftir ungbarnasundið,“ segir Sóley.

Meiri árangur ofan í lauginni

Námskeiðin fara fram í tveimur sundlaugum, önnur er á Hrafnistu í Hafnarfirði en hin á Hrafnistu í Kópavogi. „Okkar markmið er að kenna börnum að synda í gegnum leik, þannig að þau upplifi ekki þessa hefðbundnu sundkennslu með kennarann uppi á bakkanum. Í sundkennslunni förum við Ragnheiður báðar ofan í laugina með öllum. Það á einnig við um fullorðna fólkið í skriðsundinu og vatnsleikfiminni að þar er ég líka ofan í lauginni. Ég tel mig ná betri árangi með því að vera í augnhæð við nemendurna, sama á hvaða aldri þeir eru, hvort sem þeir eru tveggja mánaða eða sjötíu ára,“ segir Sóley.

 

Sundkennsla á landsbyggðinni

„Við förum einnig út á land með kennsluna okkar og bjóðum landsbyggðarbörnunum sömu þjónustu og börnunum hér í bænum. Það er svo gaman að leyfa börnunum á landsbyggðinni að upplifa ævintýrið sem ég er með í gangi í sundlauginni. Þá kennum við tvær helgar á hverjum stað og börnin mæta tvisvar á dag í sund. Síðast í nóvember fórum við til dæmis í Búðardal,“ segir Sóley.

 

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni sundskoli.is og ástæða til að hvetja foreldra til að skoða hana vel.

Þar eru mjög fróðlegar upplýsingar um námskeiðin auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið á vefnum. Skráning og kennsla er nú þegar hafin og ekki ekki seinna vænna að skrá sig fyrir nýja árið.

Sjá einnig Facebook-síðuna Sundskóli Sóleyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum