fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Komdu og klifraðu í sumar! Spennandi sumarnámskeið Klifurhússins

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klifur er fjölhliða íþróttagrein sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi hér á landi. Klifurhúsið, Ármúla 23 í Reykjavík, er rekið af klifrurum, fyrir klifrara og hefur aldrei verið jafn vel sótt. Þar er alhliða aðstaða til klifurs bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hægt er að kaupa staka tíma sem og kort sem gilda til lengri eða skemmri tíma.

Klifur í stað kráarferðar – skemmtileg samvera fyrir alla

„Það er kjörið fyrir litla hópa að koma hingað og eiga góða stund saman. Fólk hittist, fær sér kaffi og spjallar, og klifrar síðan saman í tvo tíma. Þetta kemur í staðinn fyrir að hittast á barnum,“ segir Benjamin Mokry, klifrari í Klifurhúsinu. Það er því jafn sjálfsagt að hittast í klifri og á kaffihúsi eða krá. Svo fær maður mikla og góða hreyfingu í kaupbæti.

Sumarnámskeið fyrir börn – laus pláss í júlí.

Frá 11. júní til 16. ágúst stendur Klifurhúsið fyrir einnar viku námskeiðum fyrir börn á aldrinum 6–12 ára. Námskeiðin hefjast alla daga vikunnar kl. 9 og standa til kl. 16 en hægt er að bæta við gæslu fyrir og eftir þann tíma, eða frá 8.30–17. Námskeiðin eru krefjandi og henta bæði byrjendum og lengra komnum. Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu en kennslan fer að mestu fram utandyra í Laugardalnum og Öskjuhlíðinni og þar í kring.

„Þátttakendur kynnast helstu gerðum klifuríþróttarinnar, grjótglímunni og línukastinu. Þá eru þau kynnt fyrir helsta útbúnaði, auk þess að njóta útiverunnar,“ segir Benjamín. Dagskrá sumarnámskeiðanna er að finna á heimasíðu Klifurhússins, klifurhusid.is, en skráning fer fram gegnum Nóru skráningarkerfi. Hvert námskeið kostar 26.000 krónur en eigendur árskorta fá afslátt auk þess sem veittur er 20% systkinaafsláttur. Í verðinu er innifalin leiga á öllum búnaði og grillveisla í lok námskeiðsins.

Fullt er á flest námskeiðin í júní og ágúst en hægt er að fá laus pláss í júlí, að sögn Benjamíns. „Haustið er síðan kjörinn tími til að kynnast klifrinu og byrja að mæta á æfingar á fullu,“ segir hann að lokum.

Klifurhúsið
Ármúla 23
www.klifurhusid.is
s. 553-9455

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum