fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Kynning

Fjallkonan sólar sig á besta útisvæði borgarinnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Fjallkonan krá & kræsingar var opnaður fimmtudaginn 6. júní með pomp og prakt. Bergdís Örlygsdóttir, einn eigenda staðarins, segir opnunina hafa gengið vonum framan enda hefur veðrið leikið við Reykvíkinga og útisvæðið blómstrað af sólelskum matargestum. „Á bak við staðinn stendur afar öflugt teymi frábærs hóps af fjallkonum og flottum strákum. Svo er Fjallkonan líka systurveitingastaður Sushi Social, Sæta svínsins, Tapasbarsins og Apoteksins,“ segir Bergdís.

Sjón er sögu ríkari

Fjallkonan er skemmtilegur og lifandi veitingastaður en alls ekki laus við að vera afslappaður og kósí líka. Fjallkonan fær nafn sitt frá veitingahúsum frumkvöðulsins og kvenskörungsins Kristínar Dahlstedt, sem opnaði fjölda veitingastaða á Íslandi og þann fyrsta árið 1905.

„Kristín færði Íslendingum spennandi kræsingar og skemmtilega stemningu sem við hjá Fjallkonunni viljum endurskapa á nútímalegan hátt. Staðinn hannaði Leifur Welding og er útlitið mjög hlýlegt og litríkt, en það er svolítið erfitt að lýsa útlitinu. Sjón er sögu ríkari.“

Forvitnilegt upphaf

Fyrir stuttu birtist afar forvitnileg auglýsingaherferð frá Fjallkonunni þar sem ljósmyndir af íslenskum kvenskörungum nútímans sáust víða. „Hugmyndin á bakvið birtingu Fjallkonumyndanna var ekki aðeins að vekja forvitni á nafninu og staðnum, heldur líka beina athygli að því hvað við eigum mikið af flottum íslenskum, sterkum konum sem eru frábærar fyrirmyndir á margs konar sviðum.

Við fengum fullt af frábærum konum með okkur í lið, eigendur og starfsmenn á staðnum tóku þátt, alls konar flottar konur sem tengjast staðnum á einn eða annan hátt. Til dæmis tók Hera Fjord, barnabarnabarn fjallkonunnar sjálfrar, þátt, en hún hefur sett á svið einleik um langalangalangömmu sína og líf hennar. Í framhaldinu fengum við fjölda fyrirspurna frá konum og beiðnum í gegnum samfélagsmiðla um að fá að vera fjallkonur líka og það er aldrei að vita nema við bætum við fleiri flottum fjallkonum í framhaldinu.“

Syndsamlega góðir eftirréttir og erlend menningarblanda

Matseðillinn hjá Fjallkonunni er mjög fjölbreyttur og er skemmtileg blanda af alþjóðlegu bragði í bland við íslenskar hefðir. Þar má t.d. nefna Peking style önd með íslenskum pönnukökum. Einnig er frábært úrval af djúsí grænmetisréttum.

En engin máltíð er fullkomnuð fyrr en feita konan syngur og eftirréttirnir eru komnir á borðið. „Fjallkonan er með úrval af hrikalega sætum eftirréttum sem eru alveg syndsamlega góðir. Hjá henni færðu sætindaparísarhjól, Þrista súkkulaðitertu og djúpsteikt Oreo, sem hefur algerlega verið að slá í gegn hjá okkur frá opnun staðarins.“

Útisvæðið hjá Fjallkonunni er eitt það besta sem finnst í Reykjavík. „Það hefur eiginlega verið alveg stútfullt síðan við opnuðum sem er auðvitað alveg frábært. Það er opið á staðnum hjá okkur í hádeginu og á kvöldin í mat og svo bjóðum við alla velkomna að kíkja við í drykk eða kaffi og eftirrétt.

Það er geggjað að sitja hér úti í sól og sumaryl og sötra ljúffengan drykk. Við erum einnig með spennandi snarl og smárétti sem skemmtilegt er að deila. Vonandi heldur veðrið áfram að leika við Reykvíkinga í sumar,“ segir Bergdís.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni fjallkona.is

Hafnarstræti 1-3, 101 Rvk.
SímiÞ 555-0950
fjallkona@fjallkona.is

Facebook: Fjallkonan

Instagram: fjallkonan.rvk

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 3 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum