fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Einsi kaldi úti í Eyjunum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 18:00

Alltaf það ferskasta hjá Einsa Kalda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Vestmannaeyjum er að finna einn af bestu veitingastöðum landsins þar sem góður matur, ferskt hráefni, staðbundin matargerð og fagmannlegt handbragð koma saman og skapa einstaka upplifun fyrir alla þá sem þar snæða. Veitingastaðurinn Einsi kaldi er hugarfóstur matreiðslumeistarans Einars Björns Árnasonar. Staðinn opnaði hann árið 2012 í framhaldi af veisluþjónustunni sem hann opnaði 2008, eftir útskrift árið 2007 þar sem hann var verðlaunaður fyrir góðan námsárangur. Árið 2011 kláraði hann svo meistaranámið.

„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel hjá okkur og það má nefna að við vorum í efsta sæti yfir veitingastaði á Suðurlandi á Trip Advisor í þrjú ár og höfum alltaf haldið okkur við toppinn,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari og Eyjapeyi með meiru.

„Ég ólst upp í Vestmannaeyjum og byrjaði að vinna sem ungur drengur í humri hjá Fiskiðjunni. Síðan ákvað ég að prófa ungur maður að fara á sjóinn. Þar var ég plataður til að vera kokkur þar sem ég var yngstur og þá var eiginlega ekki aftur snúið,“ segir Einar. Einar lærði hjá Grími Grímssyni úti í Eyjum og Sigga Hall í Reykjavík. „Eftir það fannst mér ekki annað hægt en að snúa aftur til Eyja,“ segir Einar.

Háklassa veitingastaður á hjara veraldar

Einsi kaldi er háklassa veitingastaður þar sem leitast er við að nota allt það ferskasta sem finnst í nágrenni og við strendur Vestmannaeyja. „Þar kemst ég í einstaklega ferskt og staðbundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmiss konar kryddjurtum sem tíndar eru hér á eyjunni,“ segir Einar.

Í eldamennskunni segist hann hafa mest gaman af að töfra fram ljúffenga sjávarrétti og fyrir það er hann líka rómaður. „Þessi áhugi minn á fiskmeti ætti kannski ekki að koma á óvart, þar sem nálægðin við fengsæl fiskimið gera mér kleift að fá spriklandi ferskan fisk nær daglega. Við fáum allan okkar fisk frá fiskvinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem útvegar okkur fisk af bátunum tvisvar í viku. Einnig fáum við saltfiskinn nýunninn frá Leo Seafood sem er staðsett hér í Eyjum.“

Þorskhnakkinn í uppáhaldi

„Uppáhaldið hjá mér er klárlega þorskhnakkinn, en hann er svo agalega góður hér í Eyjum að hann er eiginlega eins og ljós steik. Ég er svo mikill áhugamaður um þorskhnakka að ég fór út til Hollands fyrir hönd Íslandsstofu og hélt þar tölu um þorskhnakka. En allt fiskmeti hér á Einsa kalda er afar vinsælt hjá gestum. Sérstaklega humarinn, skötuselurinn og svo auðvitað þorskhnakkinn. Einnig seljum við mikið af lambi, enda er það sívinsælt.“

Skötuselur.

Síbreytilegur matseðill

Matseðlarnir hjá Einsa kalda eru árstíðabundnir og breytast ört. „Ég er alltaf að gera tilraunir með réttina á matseðlunum. Á veturna nota ég Eyjamenn sem nokkurs konar tilraunadýr og prófa nýja rétti á þeim. Eyjamenn eru margrómaðir sælkerar og ég treysti bragðlaukunum þeirra fullkomlega.“

Hágæða veisluþjónusta

Einar hefur í mörg horn að snúast í Eyjum. Þar rekur hann hágæða veisluþjónustu sem og viðburðaþjónustu undir sama nafni. „Það er oft sagt að ef fjórir eða fleiri mæta saman þá sé Einsi kaldi mættur með mat,“ segir Einsi léttur eins og ávallt.

„Við sjáum um allar tegundir af veislum og viðburðum, hvort sem það eru brúðkaup, fótboltamót, fyrirtækjahúllumhæ eða hvaðeina. Einmitt núna er ég að fara að elda ofan í þúsund stelpur sem eru hér á pæjumóti. Fyrir um þremur árum síðan byrjuðum við að bjóða upp á hópaferðir í eins konar míní þjóðhátíð. Við erum í samstarfi við fjölda fyrirtækja hér í Eyjum, svo sem hótelið, Rib Safari og fleiri. Þá skipuleggjum við viðburði eins og brekkusöng með trúbadorum, bátsferðir, ball og ýmislegt skemmtilegt í anda þjóðhátíðar fyrir hópana. Svo er farið á Einsa kalda eða í Höllina að snæða dýrindis mat. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá t.d. fyrirtækjum að bjóða starfsmönnum sínum í svona þjóðhátíðarstemningu, sérstaklega á sumrin, þó svo það sé auðvitað hægt að skipuleggja svona ferðir á veturna líka, ef fólk vill. Hátíðina smíðum við algerlega út frá óskum hópsins og þeim sem treysta sér er að sjálfsögðu boðið að koma og spranga eins og Eyjamönnum er vel flestum tamt.“

Veitingastaðurinn Einsi kaldi er staðsettur að Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu einsikaldi.is

Netpóstur: einsikaldi@einsikaldi.is

Sími: 481-1415

Facebook: Einsi Kaldi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum