fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Kynning

Dineout.is: „Af hverju var þetta ekki löngu komið?“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dineout.is er fyrsti vefur sinnar tegundar hér á landi þar sem hægt er að bóka borð á fjölda veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það sniðugasta við þetta er að þarna ertu með alla veitingastaðina á sama stað. Borðapantanir geta verið heljarinnar skipulagshöfuðverkur þegar vinir koma saman. Með tilkomu dineout.is er ekki lengur þörf á að vera í samskiptum við nokkra veitingastaði til að athuga með laus borð á ákveðnum tímum. Án nokkurrar fyrirhafnar sérðu samstundis hvar er að finna laust borð og hvar er ekki laust og þú þarft aldrei að taka upp tólið.

„Langflesta staðina á dineout.is er að finna á stórhöfuðborgarsvæðinu en landsbyggðin er að koma sterk inn. Það eru sífellt fleiri veitingastaðir að bætast við gagnagrunninn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á úti á landi,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir, einn eigandi Dineout.is.

„Af hverju var þetta ekki löngu komið?“

Þau eru fimm, snillingarnir sem reka dineout.is. Það eru þau Inga Tinna, rekstrarverkfræðingur og eigandi Icelandic Coupons; Viktor Blöndal Pálsson, forritari og hönnuður; Magnús Björn Sigurðsson, rekstrarverkfræðingur og forritari; Gylfi Ásbjörnsson matreiðslumaður og svo Sindri Már Finnbogason eigandi Tix.is.

„Þegar ég segi fólki frá dineout.is þá rekur það upp stór augu og spyr af hverju þetta sé ekki löngu komið. Þetta liggi svo beint við. Þá bendi ég á að ferlið er flóknara en svo að opna bara vef með borðabókunum fyrir veitingastaði. Það þarf að hanna forrit þar sem kerfið á vefsíðunni dineout.is og bókunarkerfi veitingastaðanna tala saman. Ferlið við að hanna forritið og kerfið hefur tekið hvorki meira né minna en tvö og hálft ár. Við erum virkilega stolt af dineout.is enda hönnuðum við þetta í samstarfi við færa aðila í veitingageiranum.“ Það ættu því langflestir ef ekki allir veitingastaðir að geta nýtt sér bókunarkerfi dineout.is.

Það er ótrúlega auðvelt að panta borð í gegnum dineout vefsíðuna.

„Kerfið virkar þannig að það þarf aldrei nein mannleg hönd að koma að bókuninni. Því getur notandinn verið viss um að þegar hann pantar borð í gegnum vefsíðuna okkar, þá sé það öruggt að hann fái borðið á tilsettum tíma. Notandi dineout.is fær síðan staðfestingarpóst við hverja bókun sem hann framvísar þegar hann mætir svo á veitingastaðinn.“

Tengjast öðrum vefum og snjallforritum

„Næsta skref hjá okkur er að opna tengingu við snjallforritið Icelandic Coupons, en appið hlaut tilnefningu Íslensku vefverðlaunanna í ár í flokki snjallforrita. Frá og með næstu viku munu notendur Icelandic Coupons geta pantað borð á veitingastöðum inni í appinu og fengið þá afslætti sem forritið veitir þeim. Dineout.is verður einnig tengt við miðasöluna Tix.is. Þeir sem kaupa sér miða á viðburði í gegnum vefsíðuna geta þá séð lista yfir veitingastaði í nágrenninu með laus borð og geta pantað borð fyrir eða eftir viðburðinn á viðkomandi veitingastað.“

Dineout snjallforrit

„Innan mánaðar ætlum við svo að fara af stað með Dineout appið. Snjallforritið verður fáanlegt í allar gerðir snjallsíma og þá munu notendur geta pantað borð í gegnum símann á einfaldan og þægilegan máta. Einnig verður notendum gert kleift að nýta sér appið til þess að merkja við sína uppáhaldsstaði og fleira.“

Greinilega mikil þörf

„Þetta hefur farið ótrúlega vel af stað. Við erum með gífurlegan fjölda af veitingastöðunm á okkar snærum en þörfin fyrir svona vefsíðu hefur greinilega verið mikil, bæði hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Það er kominn töluverður áhugi erlendis frá og erum við að skoða möguleikann á að útvíkka lausnina okkar í Skandinavíu,“ segir IngaTinna.

Pantaðu borð á uppáhalds veitingastaðnum þínum á dineout.is

Facebook: Dineout Iceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
14.03.2020

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
14.03.2020

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun