fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Kynning

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 4. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldufyrirtækið Hvammshólar ehf. sérhæfir sig í hreinsun á skólpi og býður upp á fjölbreyttar lausnir á því sviði fyrir ólíka viðskiptavini. Eigandi Hvammshóla ehf. er Sigurður Viggó Halldórsson pípulagningarmeistari en hann hefur sérhæft sig í uppsetningu skólphreinsistöðva og ólíkum aðferðum við hreinsun á skólpi síðastliðin 15 ár. Ásamt því að selja hreinsistöðvar, bjóða Hvammshólar einnig upp á viðhald, mælingar og eftirlit með gæðum hreinsunar. Hreinsistöðvar fyrirtækisins skila allt að 99% hreinsun þar sem tekið er á hreinsun á köfnunarefnum, fosfór og kólígerlum.

Leiðandi á sviði skólptanka

Árið 2013 hófst náið samstarf á þessu sviði með þýska fyrirtækinu Graf sem er leiðandi á þessu sviði og hefur framleitt skólptanka í yfir 50 ár. Þýska fyrirtækið styrkti sig enn frekar á þessu sviði árið 2014 með kaupum á fyrirtækinu Klaro sem framleiðir hreinsibúnað í tankana og því er um heildstæðar lausnir í hreinsun skólps að ræða.

Þrjár lausnir

Hvammshólar bjóða upp á þrjár mismunandi lausnir til skólphreinsunar eftir stærð og umfangi þeirra frárennsliskerfa sem um er að ræða. Fyrirtækið hefur selt lausnir sínar fyrir t.d. hótel, íbúðarbyggðir, sumarhús og heilsárshús og eru notendur Hvammshóla í Mývatnssveit, á Þingvöllum, í Eyjafirði, á Hornafirði og Öndverðarnesi, svo nokkrir staðir séu nefndir sem dæmi.

Allt að 99% hreinsun

Ódýrasta og einfaldasta lausnin er Graf ANAEROBIX rotþró með síu fyrir 1–600 íbúa. Hún hentar notendum sem vilja ódýra lausn en mikla hreinsun. Um er að ræða hreinsivirki sem hægt er að bæta við og stækka ef á þarf að halda vegna fjölgunar íbúa/notenda. Minnstu einingarnar eru 1 tankur en þegar um fleiri notendur er að ræða eru tankarnir raðtengdir sem seyrutankar, svifagnatankar og síutankar. Sían er staðsett við útrennslið. Hún er samsett af mörgum plastkubbum með stórum fleti sem grípa svifagnir sem eru á leiðinni út. Þessi aðferð skilar yfir 90% hreinsun. Hægt er að auka hreinsigetu ANAEROBIX með eftirhreinsun í siturgöngum t.d. úr rauðamöl eða vikri.

Í næsta flokki er Graf One2clean hreinsistöð fyrir 5–50 íbúa og hreinsar hún með lífrænum hætti allt að 99%. Um er að ræða eitt tankhólf þar sem hreinsun fer fram tvisvar á sólarhring og hentar lausnin vel á þeim svæðum þar sem gerð er rík krafa um mikla hreinsun. Hægt er að bæta við búnaði sem viðheldur réttu rotnunarhitastigi í tanki allan ársins hring, þ.e. 10–12°C.

 

Stærsta lausnin fyrir allt að 750 íbúa

Fullkomnasta hreinsilausnin er Graf Klaro XXL skólphreinsikerfi fyrir 50–750 íbúa. Þetta er góður kostur þar sem vatnsstaða er mjög há, t.d. á viðkvæmum vatnsverndarsvæðum þar sem talin er þörf á meiri umhverfisvernd vegna viðkvæmrar náttúru eða dýralífs. Graf Klaro XXL skilar allt að 99% hreinsun og fer hreinsunin fram með lífrænum hætti.

Stærsta lausnin.

Í aðalatriðum vinnur stöðin í tveim hólfum og skrefum. Fyrst er geymsla á óhreinsuðu skólpi í seyruhólfi. Þar á eftir er hreinsun á skólpi í lokuðu hreinsihólfi. Hreinsun fer fram fjórum sinnum á sólarhring. Ýmis aukabúnaður fæst frá Graf sem hægt er að „prjóna“ við lausnina. Má þar telja búnað til lækkunar köfnunarefnis, til aukinnar fosfórhreinsunar og/eða til að fækka gerlum í hreinsuðu frárennsli við útdælingu með UV geislun. Einnig fæst fjarstýrður eftirlitsbúnaður sem gefur upplýsingar um bilanir og stöðu, auk þess sem hægt er að bilanagreina og gera við með fjarrænum hætti.

 

Nánari upplýsingar fást á Facebook-síðunni: Hvammshólar

Netpóstur: siggi@hvammsholar.is

Sími: 660-4085

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
14.03.2020

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
14.03.2020

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun