fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Rakang Thai opnað í Árbænum: Taílenskur matur eins og hann gerist bestur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 10:00

Mynd: Eiríkur Ingi Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakang Thai hefur lengi verið þekktur sem einn besti taílenski veitingastaður landsins en staðurinn var um árabil rekinn á Lynghálsi. Fyrir nokkru flutti Rakang Thai hins vegar um set og var opnaður að Hraunbæ 102a, við hliðina á Blásteini.

Rakang Thai er líka með pítsur. Mynd: Eiríkur Ingi Photography

Óhætt er að segja að Árbæingar hafi tekið Rakang Thai opnum örmum og röðin liggur inn á staðinn bæði í hádeginu og á kvöldin.

Mynd: Eiríkur Ingi Photography

„Árbæingar eru himinlifandi og fjölmenna hingað. En eldri kúnnarnir okkar frá Lynghálsi koma líka hingað niður í Árbæinn að fá sér í svanginn. Auk þess hafa fyrirtækin sem við þjónustum haldið áfram í viðskiptum en við bæði sendum mat á vinnustaði og tökum á móti starfsmannahópum hér,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, rekstrarstjóri Rakang Thai.

Mynd: Eiríkur Ingi Photography

Áhersla er lögð á ferskt hráefni og eldun á staðnum. „Þetta er ekta taílenskur matur. Það eru bara Taílendingar í eldhúsinu, hráefnið er ferskt og hér er eldað ört. Það er eldað fyrir hádegisblaðborðið seint um morgun og fyrir kvöldverðarhlaðborðið er eldað síðdegis,“ segir Guðmundur en Rakang Thai er þekktur fyrir ríkuleg hádegisverðar- og kvöldverðarhlaðborð sem eru í gangi á virkum dögum. Hádegisverðarblaðborðið kostar aðeins 2.290 kr. og er opið frá 11 til 14. Kvöldverðarhlaðborðið kostar 2.990 kr. og er opið frá 17 til 21. Staðurinn er opinn virka daga frá 11 til 21 og um helgar frá 17 til 21.

Mynd: Eiríkur Ingi Photography

Sú sem öllu stýrir í eldhúsinu er hún Siri sem er rómuð fyrir frábæra eldamennsku. Meðal annars segja margir að Pad Thai-rétturinn á Rankang Thai sé sá besti á landinu. Við undirbúning þessarar greinar fengum við, skrifari og ljósmyndari, að bragða á þeim rétti og er hann einstaklega ljúffengur. Einnig fengum við okkur Massaman-rétt sem var óviðjafnanlegur.

Mynd: Eiríkur Ingi Photography

Nánari upplýsingar um Rakang Thai er að finna á vefsíðunni rakang.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum