fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Powerade sumarhlaupin 2019: Það er stuð að hlaupa í sumar!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Powerade standa saman að mótaröð hlaupa í sumar sem nefnist Powerade sumarhlaupin. Mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í ellefta sinn sem hún er haldin.

Arnar og María voru á frábærum tíma

Fyrsta hlaupið, Víðavangshlaup ÍR, fór fram sumardaginn fyrsta 25. apríl og voru þátttakendur um 700 talsins. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið sumardaginn fyrsta árið 1916 og á enginn íþróttaviðburður hér á landi jafn langa samfellda sögu. „Sigurvegarar í 5 km hlaupinu í ár og jafnframt Íslandsmeistarar í 5 km hlaupi 2019 voru Arnar Pétursson úr ÍR á tímanum 15:52 og María Birkisdóttir úr FH á tímanum 17:59,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Arnar Pétursson og María Birkisdóttir.

Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi fór fram í gær í blíðskaparveðri

Fjölnishlaupið er annað hlaupið í mótaröðinni og fór fram í gær, fimmtudaginn 30. maí, í 31. sinn. Keppt var í 10 km og 5 km hlaupi og svo 1,4 km skemmtiskokki. „Fjölnishlaupið var jafnframt Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi í ár, en hlaupið gildir einnig til stiga í mótaröðinni,“ segir Anna.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Þórólfur Ingi Þórsson.

Úrslit voru kynnt skömmu fyrir hádegi í gær. Sigurvegarar í 10 km Fjölnishlaupinu voru þau Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA Eyrarskokk, á tímanum 00:39:29 og Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR, sem kláraði hlaupið á 00:33:56.

Ört vaxandi Miðnæturhlaup Suzuki

Þriðja Powerade sumarhlaupið, Miðnæturhlaup Suzuki, verður svo haldið þann 20. júní í Laugardalnum og verður keppt í 21,1 km hálfu maraþoni, 10 km og svo 5 km hlaupi. „Þar sem boðið er upp á þrjár vegalengdir í Miðnæturhlaupi Suzuki hentar það fyrir fjölbreytt getustig og er algengt að fjölskyldur og vinahópar fari saman í hlaupið. Hálfmaraþonið og 10 km hlaupið er ræst klukkan 21.00 og 5 km hlaupið klukkan 21.20 en það er 10 km hlaupið sem gildir til stiga í stigakeppni Powerade sumarhlaupanna.“

Miðnæturhlaup Suzuki.

Að vöndu endar hlaupið rétt fyrir miðnætti. Að hlaupi loknu er öllum þátttakendum boðið í sund í Laugardalslaug og er hægt að svamla í lauginni eða slaka á pottunum fram yfir miðnætti. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður einnig opinn fram yfir miðnætti þennan dag og því tilvalið að taka börnin með og eiga skemmtilega samverustund á björtu sumarkvöldi í Laugardalnum.

„Þetta er í 27. sinn sem Miðnæturhlaupið fer fram og hefur verið töluverð aukning á keppendum undanfarin ár. Árið 2018 var sett nýtt þátttökumet í hlaupinu en þá tóku 2.857 þátt. Um 40% þátttakenda í Miðnæturhlaupinu í fyrra komu erlendis frá og voru af 44 mismunandi þjóðernum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada,“ segir Anna.

Breyttar leiðir

Vegna vaxandi fjölda þátttakenda í hlaupinu verður hlaupaleiðin í hálfmaraþoni og 10 km hlaupinu örlítið breytt. Í stað þess að hlaupa á göngubrú yfir Miklubraut verður hlaupið á brúnni sem tengir Skeiðarvog og Réttarholtsveg. Síðan verður hlaupið austur Sogaveg, niður Bústaðaveg og þaðan inn í Elliðaárdal. Göngubrúin var orðin alltof þröng fyrir þennan mikla fjölda hlaupara og verður mikill munur fyrir þá að fara þessa nýju leið.

 

Allar upplýsingar um næstu Powerade sumarhlaup, stöðuna í stigakeppninni o.fl. má finna á www.sumarhlaupin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Madenta: Tannheilsuferðir sem fá þig til þess að brosa allan hringinn

Madenta: Tannheilsuferðir sem fá þig til þess að brosa allan hringinn
Kynning
Fyrir 1 viku

EuroMiladent: „Sparaði tvær og hálfa milljón í tannlæknakostnað“

EuroMiladent: „Sparaði tvær og hálfa milljón í tannlæknakostnað“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Alþjóðlegt orgelsumar: „Spilaði á orgelið með hæl og tá“

Alþjóðlegt orgelsumar: „Spilaði á orgelið með hæl og tá“
Kynning
Fyrir 2 vikum

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla
Bleikt
Fyrir 3 vikum

Synti að átta metra anakondu: Sjáðu myndirnar!

Synti að átta metra anakondu: Sjáðu myndirnar!
Kynning
Fyrir 3 vikum

EDA Meindýravarnir: Náttúruunnandi sem eyðir óværu??

EDA Meindýravarnir: Náttúruunnandi sem eyðir óværu??
Kynning
Fyrir 4 vikum

Stefnumót við Múlatorg á laugardaginn: Býttaðu pottaplöntum og upplifðu ekta evrópska götumarkaðsstemningu

Stefnumót við Múlatorg á laugardaginn: Býttaðu pottaplöntum og upplifðu ekta evrópska götumarkaðsstemningu
Kynning
Fyrir 4 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða