fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Kynning

Iceland Recruitment: „Gæði skipta okkur meira máli en magn“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantar þig starfsmann með þekkingu og reynslu í því sem starfið felst í? Ert þú að hugsa um að byggja en veigrar þér við að hafa samband við múrara, pípulagningamann, arkitekt, smiði, og alla hina, og halda svo utan um þetta allt saman? Iceland Recruitment er starfsmannaþjónusta sem útvegar reynda starfsmenn með sérhæfða menntun til ráðningar. „Ég hef verið í starfsmannaþjónustubransanum síðan 2005 og fyrir fimm árum stofnaði ég Iceland Recruitment starfsmannaþjónustu,“ segir Alan Matthews, eigandi Iceland Recruitment.

Svið starfsmannaþjónustunnar Iceland Recruitment er tvíþætt. „Annars vegar erum við með geira innan þjónustunnar sem útvegar iðnaðarmenn fyrir byggingariðnaðinn. Hins vegar erum við með starfsmannaþjónustu sem útvegar starfsmenn fyrir ýmis önnur störf, hvort sem það eru starfsmenn í matvælaframleiðslu, grafískir hönnuðir, textahöfundar, sölumenn, vefsíðuhönnuðir eða hvaðeina.“

Ekki sóa tíma og fjármunum

Ef þú hefur hug á að byggja, stórt eða smátt, þá er einfalt að klára dæmið með því að hafa samband við Iceland Recruitment. „Við höfum það fyrir reglu að allir iðnaðarmenn okkar séu með tilskilin réttindi og menntun og minnst fimm ára reynslu. Starfsmenn okkar koma frá Bretlandseyjum og hafa allir ensku að móðurmáli. Það er ótrúlegt magn af tíma og fjármunum sem sóast þegar menn skilja ekki hver annan. Því er það skylda fyrir alla okkar starfsmenn að tala góða ensku. Einnig greiða allir okkar starfsmenn skattaiðgjöld í íslensk stéttafélög og lífeyrissjóði eins og íslenskir starfsbræður þeirra. Einnig borgum við öllum okkar starfsmönnum sanngjörn laun og erum jafnvel að borga hærri laun en margir aðrir. Við bjóðum notendafyrirtækjum okkar upp á fullkomið gagnsæi varðandi launagreiðslur starfsmanna.“

Gæði umfram magn

„Þessi bransi fer bara stækkandi enda síaukin þörf fyrir iðnaðarmenn og annað starfsfólk á vinnumarkaðnum til þess að sinna öllum þeim verkefnum sem fylgja nútímaþjóðfélagi. Við hjá Iceland Recruitment höfum alltaf einblínt á gæði frekar en magn og haft það fyrir reglu að starfsmenn okkar séu fyrsta flokks og kunni vel til verka. Enda hefur það sýnt sig að viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir með fólkið okkar.“

Nánari upplýsingar má nálgast á icelandrecruitment.is

Ármúli 36, Reykjavík.

Sími: 522-7700

Netpóstur: alan@icelandrecruitment.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI