fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

Bílasmiðja SGB: „Fólk hættir seint að nudda sér utaní“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bílasmiðja SGB var stofnuð þegar ég keypti húsnæðið á Ísafirði og tækin sem ég nota í starfsemina árið 2013. Ég var þá aðallega í sprautun og réttingu og hélt það yrði tæplega nóg að gera fyrir mig og einn starfsmann í viðbót. En sú varð ekki raunin og síðan þá hefur starfsemin undið töluvert upp á sig, sérstaklega eftir að ferðamennskan tók að aukast hér á Vestfjörðum,“ segir Sindri Gunnar Bjarnarson, eigandi Bílasmiðju SGB.

Fjölbreytt þjónusta við heimamenn og ferðalanga

Fyrirtækið býður upp á réttingar, breytingar á bílum, nýsmíði og fleira. „Við erum þó aðallega í bílasprautun. Einnig erum við aðeins komnir með puttana í dekkjabransann til þess að auka þjónustuna við ferðamenn. Við erum svo með Ford 350-dráttarbíl með spil og kerru og vörubíl, sérútbúinn með krana og palli, á staðnum, aðallega til þess að sækja bilaða eða tjónaða bíla, en við bjóðum líka upp á bílaflutning milli landshluta.“

 

Hugar að stækkun

Aðspurður segir Sindri almennt mikið að gera í bílabransanum. „Fólk hættir seint að nudda sér utaní, eins og maður segir, og bílarnir hætta ekki að bila. Því er alltaf nóg að gera hjá okkur, þótt auðvitað séu hæðir og lægðir í þessum bransa eins og öðrum. Þrátt fyrir það þá stefni ég á stækkun. Hugmyndin er þá að auka þjónustu og bjóða upp á viðgerðir og fleira. Við erum tveir á verkstæðinu eins og er og ég þarf að ráða fleiri menntaða og góða starfskrafta,“ segir Sindri.

Hafðu samband við Bílasmiðju SGB með því að hringja í síma 847-3413 eða senda netpóst á bilasmidja@gmail.com
Bílasmiðja SGB er staðsett að Seljalandsvegi 86, 400 Ísafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 4 dögum

Yfirstígðu óttann og komdu á námskeið hjá Stílvopninu

Yfirstígðu óttann og komdu á námskeið hjá Stílvopninu
Kynning
Fyrir 6 dögum

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!
Kynning
Fyrir 1 viku

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að leysa

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að leysa
Kynning
Fyrir 1 viku

Fjórar snilldarvörur sem hjálpa þér að vernda umhverfið

Fjórar snilldarvörur sem hjálpa þér að vernda umhverfið