fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Íslenskt grænmeti: Enn grænna!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru milljón og ein ástæða fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt grænmeti. Fyrir utan það hvað það er ótrúlega ferskt, hollt og bragðgott þá er það einfaldlega svo gott fyrir umhverfið.

Kolefnisjöfnun íslensks grænmetis

Íslenskur grænmetisiðnaður er alla jafna nokkuð umhverfisvænn. Hér er jarðvarmi nýttur til ræktunar en annars staðar á Norðurlöndunum er jarðgas eða olía nýtt til að hita gróðurhús. Kolefnisfótspor íslenskra tómata er t.a.m. eingöngu einn fimmti af spori danskra tómata og það er áður en kolefnisjöfnun kom til sögunnar. „Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Í fyrra gróðursetti Sölufélag garðyrkjumanna rúmlega 2.000 tré sem er ívið meira en það sem þarf til þess að kolefnisjafna flutning á íslensku grænmeti. Með þessu erum við búin að stíga mjög stórt skref í að kolefnisjafna vöruna,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins.

 

Krossleggja fingur um hagstætt sumar

Sölufélag garðyrkjumanna samanstendur af fjölda bænda sem rækta allt það gómsæta grænmeti sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt grænmeti. „Langflestir ræktunarstaðirnir eru staðsettir í kringum jarðvarmasvæðin á Flúðum, í Borgarfirði og fyrir norðan á Hveravöllum. Þar eru ræktaðir tómatar, paprikur, gúrkur, ber, salöt, kryddjurtir, sveppir og margt fleira.

Útiræktarsvæðin er svo að finna á víðfeðmu svæði frá Ölfusi og alla leið til Víkur í Mýrdal. Þar er ræktað rótargrænmeti, kartöflur, spergilkál, blómkál, hnúðkál, kínakál og margt fleira. Í fyrra var uppskeran á útiræktarsvæðunum því miður ekki upp á sitt besta sökum hins alræmda rigningarsumars sem hér gekk í garð. Þá lét sólin lítið á sér kræla. Bændurnir eru nú búnir að sá fyrir þetta sumar og eru vongóðir um góða uppskeru enda hefur þessi vorbyrjun gefið vænleg fyrirheit um sólríkt og hlýtt sumar.“

 

Gerum eitthvað gott úr íslensku grænmeti í sumar!

Með hækkandi sól eru paprikurnar og tómatarnir í toppformi og það er um að gera að nýta sér það til fullnustu. Hefur þú til dæmis nokkurn tímann bragðað kalda tómatsúpu með fetaosti og myntu? Súpan er ótrúlega fersk og passar syndsamlega vel með íslensku sumri.

Köld tómatsúpa

6 stk. plómutómatar
1 stk. agúrka
1 rif hvítlaukur
100 ml tómatsafi
safi úr 1 lime
1 tsk. tabasco-sósa
smá fersk mynta
1 pk fetasneiðar

Skerið tómatana, agúrkuna og hvítlaukinn gróft. Setið í matvinnsluvél og maukið ásamt tómat- og limesafanum og myntulaufunum eftir smekk. Kryddið með tabasco-sósunni. Setjið í skálar ásamt fetaostinum og skreytið með myntulaufi.
Höfundur uppskriftar: Hrefna Sætran

 

Paprikur eru gimsteinar náttúrunnar í finnast í ótal fallegum sterkum litum. Gular, rauðar, appelsínugular, grænar og fjólubláar! Þær eru góðar hráar, einar og sér, skornar í lengjur með ídýfu, steiktar, ofnbakaðar, grillaðar, fylltar … Möguleikarnir eru óendanlegir. En það eru fáir sem vita að ein paprika inniheldur jafnmikið af C-vítamíni og fjórar appelsínur. Auk þess eru paprikur hitaeiningasnauðar frá náttúrunnar hendi.

Grillað paprikusalat

6–8 íslenskar paprikur í mismunandi litum
6 msk. ólífuolía
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
nýmalaður pipar og salt
1–2 msk. furuhnetur
nokkur basilíkublöð (má sleppa)

Útigrill hitað, eða grillað í ofninum, og paprikurnar grillaðar við góðan hita, þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt. Þeim er svo stungið í bréfpoka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis. Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk. Hrærið paprikusafanum saman við ólífuolíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur. Berið paprikurnar t.d. fram sem forrétt eða sem meðlæti með grilluðum mat. Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta.

Höfundur uppskriftar: Nanna Rögnvaldardóttir

Þessar uppskriftir og fjölda annarra má finna á vefnum islenskt.is.
Þú færð íslenskt grænmeti og ávexti úti í næstu matvörubúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum