fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Kynning

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Michaelsson og Pálína Pálsdóttir eru eigendur True Viking Fitness, heimasíðu sem býður upp á fjarþjálfun fyrir alla á hagstæðu verði. Þau starfa bæði sem einkaþjálfarar hjá WorldClass og kenna þar hóptíma. Stefán kennir HIIT Tabata og hefur gaman að styrk- og liðleikaþjálfun. Pálína kennir þrek- og þoltíma ásamt heitum jógatímum o.fl. „Við höfum bæði alltaf haft mikinn áhuga á mannslíkamanum og hvað hann er stórkostleg vél, og enn fremur listaverk. Máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama hefur aldrei átt eins vel við og einmitt í dag,“ segir Stefán.

Vefjagigt og tenging hennar við nútímann

„Fjöldi fólks í heiminum þjáist af vefjagigt og margir halda að það sé ekkert hægt að gera. En það er rangt. Búið er að gera fáeinar rannsóknir á sjúkdómnum, ekki nóg að mínu mati, en það bendir allt til þess að vefjagigt tengist nútímalifnaðarháttum. Áhrifavaldar séu þá ýmist streita, kvíði, líkamlegt og andlegt álag, áföll og svo er klárt mál að fólk er almennt ekki að drekka nógu mikið vatn. Á Íslandi eigum við hreinasta vatn í heimi en samt drekka fæstir nóg af því. Þetta er út í hött. Ef við líkjum bandvefnum við chia-fræ. Þegar þau eru þurr, eru þau grjóthörð. Um leið og þau koma í vatn, seyta þau frá sér slímkenndu efni sem gerir þau mjúk og sleip. Það er umhverfið sem við viljum hafa kringum bandvefinn. Sé bandvefurinn stífur í kringum liðamótin verður sárt að hreyfa sig og fólk verður ofurnæmt fyrir snertingu. Ef einhver klípur laust í það þá æjar það. Það á ekki að vera vont að láta klípa sig. Þetta er dæmigert fyrir marga sem eru að þróa með sér vefjagigt og mikið varúðarmerki.

Lyf virka auðvitað upp að vissu marki, en þau eru ekki eina leiðin. Það er hægt að gera ótrúlega mikið með úthugsaðri hreyfingu og lífsstílsbreytingu. Margir vefjagigtarsjúklingar fara til sálfræðings. Líkami og hugur eru svo samtengd að sálræn vandamál geta auðveldlega valdið líkamlegum einkennum. Því betur sem þér líður andlega því betri verður líkamleg líðan. Svo tala margir um núvitund. Núvitund er ekki eitthvað sem þú þarft endilega að gefa þér rosalegan tíma í. Þú getur stundað núvitund á meðan þú ert að tyggja matinn þinn, eða ert að hlusta á flott lag í útvarpinu. Sjálf stunda ég núvitund þegar ég fer ein í göngutúra í Heiðmörk. Ég er algerlega í núinu, gangandi á milli himinhárra trjáa. Ég hengi vandamálin mín á trén og fer svo heim, þúsund kílóum léttari. Þetta virkar best á grónu landsvæði,“ segir Pálína.

Bæting er alltaf skref í rétta átt

Pálína hefur lært sálfræði og er með einkaþjálfararéttindi frá WorldClass. Stefán eru með gráðu í íþróttafræði og bæði eru þau með alþjóðlega ISSA vottun. „True Viking Fitness snýst um ástríðu okkar. Við viljum hjálpa fólki að breyta lífsstílnum til hins betra. Sama hversu stórt skrefið er sem fólk tekur. Þegar fólk breytir lífsstíl sínum, fer að æfa meira, borða hollari mat og fara betur með sig, öðlast það meiri orku til þess að gera hluti sem það hafði ekki orku í áður. Fólk eyðir t.a.m. meiri tíma með fjölskyldunni í fjallgöngum og sumir hafa skyndilega orku til að leika meira við börnin sín. Hreyfing hefur ótrúleg áhrif á dópamínframleiðslu heilans sem gerir það að verkum að einstaklingurinn verður almennt hamingjusamari. Það er þetta sem við viljum sjá og ekki bara hjá viðskiptavinum okkar heldur allri þjóðinni. Sumir viðskiptavinir okkar taka prógrammið með trompi og aðrir fara hægt í sakirnar. En langflestir gera að minnsta kosti einhverjar smábreytingar á lífsstílnum og fræðast um hvað mætti betur fara. Bæting er alltaf skref í rétta átt,“ segir Stefán.

Fjölbreytni er lykilatriði

„Á Íslandi hefur æði myndast í kringum crossfit. Það er aðdáunarvert hvað fólk kemur sér í gott form í íþróttinni. En crossfit er krefjandi og því miður eru margir að slasa sig því þeir eru ekki meðvitaðir um rétt form og líkamsstöðu. Margir gera sér ekki grein fyrir að þessi íþrótt hentar alls ekki öllum. Ef þú ert með minnsta vott af vefjagigt þá er crossfit ekki fyrir þig. Crossfit snýst um að keyra sig út, sem leiðir allt of oft til meiðsla og stífra vöðva, en það er algert eitur fyrir þá sem eru með vefjagigt. True Viking Fitness snýst að miklu leyti um endurheimt eða recovery. Við fáum marga til okkar sem eru stífir í skrokknum því þeir hafa farið illa með sig í íþróttum. Okkar verkefni er að endurheimta vöðva, liðleika, hreyfigetu o.fl. hjá kúnnum okkar, með fjölbreyttri hreyfingu, teygjum og notkun innrauðra klefa eða sala.

Svo er eitt sem mig langar að benda á; margir foreldrar setja börnin sín í íþróttir, sem er auðvitað frábært. En það er ekki síður mikilvægt að börn undir 14 ára stundi fjölbreytta hreyfingu. Það hafa allir heyrt af stelpunni sem var í fimleikum frá því hún var fimm ára, en þurfti að hætta á unglingsaldri vegna meiðsla. Þetta hlýst af því að stunda of einhæfa hreyfingu í of langan tíma og stuðlar að stífum bandvef sem byggist upp vegna þess að líkaminn er að verja sig fyrir álagi. Fjölbreytni er því algert lykilatriði á öllum aldri,“ segir Pálína.

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda

„Kúnnahópur okkar er fjölbreyttur. Við fáum til okkar ýmist fólk sem hefur verið mikið í íþóttum áður, sem er jákvætt því þá höfum við vöðvaminni til þess að byggja æfingaplan á. Sumir af þeim hafa kannski farið illa með líkamann af ofreynslu. Þá þarf oft að brjóta upp gamlar venjur og setja fókus á teygjur, bandvefslosun og slíkt. Einnig höfum við unnið með fólki sem hefur aldrei hreyft sig almennilega. Þá þarf að hafa aðra hluti í huga þegar kemur að æfingaplani. Í öllum tilfellum leggjum við ríka áherslu á að lausnin snúist aldrei um að æfa bara og æfa og keyra sig út. Það er þvert á móti enn mikilvægara að taka sér hvíldardaga á milli strangra æfinga. Þá mælum við með því að fólk geri hluti eins og að fara í göngutúra, stundi jóga, fari í heit og köld böð, innrauða sánu o.þ.h. Ég er ekki að segja að það þurfi allir að teygja eins og Jane Fonda, en teygjur eru ómissandi þáttur af heilbrigðum lífsstíl,“ segir Stefán. „Jóga er á hverju einasta prógrammi sem við gefum út hjá True Viking Fitness. Þeir sem þjást af vefjagigt hafa sérstaklega gott af því að fara í heita tíma, hvort sem það eru jógatímar, Foam Flex eða hvaðeina,“ segir Pálína.

Það eru ekki allir eins

Hvert prógramm er einstaklingsbundið. Viðskiptavinurinn velur milli fyrirframgefinna æfingaleiða út frá markmiðum sínum, en svo er hvert prógramm sniðið frekar að hverjum og einum. „Það eru ekki allir eins og því er ekki hægt að láta alla fá sama prógrammið. Þetta þarf að vera sniðið að markmiðum, líkama og heilsuástandi hvers og eins,“ segir Stefán.

Omega og andoxunarefni er það sem við þurfum

„Við gerum matarprógrömm fyrir viðskiptavini okkar. Við höfum séð að dæmigert vestrænt mataræði er að drepa okkur. Margir viðskiptavina okkar halda t.d. að þeir séu með glúteinóþol en svo kemur í ljós að þeir þjást af heilkenni sem hrjáir mjög marga í vestrænu þjóðfélagi, svokölluðu „leaky bowel syndrome“. Þá þarf að taka mataræðið í gegn og stuðla að heilbrigðri magaflóru og ensímum,“ segir Stefán. „Það er sérlega mikilvægt að taka Omega3 fitusýrur. Í vestrænu mataræði fáum við mjög mikið af Omega6 en ekki nóg af Omega3 sem eru nauðsynlegar fyrir hjartað, heilann og efnaskiptin. Ég tek Omega Asta Lýsi frá KeyNatura og mæli eindregið með því. Ég nudda marga af þeim sem eru í einkaþjálfun hjá mér, en nenni því eiginlega ekki ef þeir taka ekki Omega3. Þeir eru allt of stífir og það er ekki séns að gera nokkuð gagn með nuddi. Ég get svo ekki mælt meira með Fit Line-vörunum sem fást í Heilsu og útliti. Þetta eru dúndurvörur og innhalda hreint andoxunarefni. En við þurfum andoxunarefni sem hjálpa bandvefnum að taka upp vökva,“ segir Pálína og bætir við: „Hægt er að fá afslátt á vörum hjá ýmsum aðilum með afsláttarkóðum frá okkur.“

Keynatura.com: tvf gefur 15% afslátt af vörum frá KeyNatura.
Perform.is: viking á netinu og nefna okkur í búðinni. Þá fáið þið 15% afslátt.
Heilsa og útlit: Nefnið True Viking Fitness í búðinni og þá fáið þið afslátt.

Heimasíða: truevikingfitness.com
Instagram: truevikingfitness
Pálína og Stefán eru bæði virk á samfélagsmiðlum og má fylgjast með þeim þar.
Snapchat Pálínu: pollieanna777 og Instagram: alpha_valkyrie.
Instagram Stefáns: v1k1ng13.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Frumsýning á nýjasta Mercedes Benz 519 CDI ARCTIC EDITION

Frumsýning á nýjasta Mercedes Benz 519 CDI ARCTIC EDITION
Kynning
Fyrir 3 dögum

Kombucha tveggja ára: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu

Kombucha tveggja ára: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu
Kynning
Fyrir 5 dögum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum
Kynning
Fyrir 5 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn
Kynning
Fyrir 1 viku

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara
Kynning
Fyrir 2 vikum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 2 vikum

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“