fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Sumarnámskeið Silju Úlfars: Ótrúlegur munur í hraða og snerpu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í yfir áratug var Silja Úlfars fljótasta kona Íslands. Hún æfði bæði hand- og fótbolta þegar hún var yngri, og þegar faðir Gylfa Sigurðssonar fékk hana á sínum tíma til þess að aðstoða Gylfa við að þjálfa upp aukinn hraða og snerpu, þá uppgötvaði hún hvað henni þótti þjálfarastarfið skemmtilegt og gefandi. „Ég fór út í þetta fyrir slysni en síðan árið 2008 hef ég þjálfað afreksmenn og hjálpað þeim að bæta snerpu og hraða. Ég hef þjálfað meistaraflokka, t.d. FH í bæði hand- og fótbolta og fleiri lið. Einnig hef ég unnið við að hjálpa unglingum, leikmönnum og afreksmönnum við að bæta hraða og auka styrk,“ segir Silja Úlfars.

Sumarnámskeið fyrir afreksunglinga

Silja er með unglinganámskeiðin sín á sumrin og veturna. „Námskeiðin í vetur gengu gífurlega vel og er ég stolt af öllum mínum íþróttamönnum. Sumir hverjir náðu alveg ótrúlegum árangri, og það var fullt á öll námskeiðin,“ segir Silja.

Í sumar verður Silja áfram með unglinganámskeiðin sín. „Námskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 10–18 ára og þar hjálpa ég ungum íþróttamönnum að bæta hraða, snerpu og hlaupastíl. Margir sem leita til mín eru að æfa fótbolta eða handbolta og langar að bæta sig.“

Í júní verða fjögur námskeið, hvert er vika í senn og þrjár æfingar á viku. Æfingarnar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Það geta allir bætt sig!

Silja segir námskeiðin henta öllum sem vilja auka hraða og bæta sig, það séu margir sem beita sér illa og það geti leitt til meiðsla. „Það sem ég geri á námskeiðinu er að fara yfir öll atriði eins og hlaupastíl, snerpu, hliðarhreyfingar, hvernig á að hoppa og lenda, auk þess sem áhersla er lögð á liðleika. Það er mikilvægt að hlaupa rétt til þess að hægt sé að bæta sig og ná árangri. Svo gef ég leiðbeiningar um hvað megi betur fara. Ég hef boðið upp á námskeiðið í mörg ár og séð að það eru margir sem hlaupa rangt. Sumir hlaupa á þann hátt að þeir stoppa sig í hverju skrefi. Ég hjálpa nemendunum að laga hlaupastílinn. Allir sem mæta eru að koma til að gera sitt besta. Aldur og geta skiptir ekki máli því það geta allir bætt sig.

Eftir hverja viku fá nemendurnir pdf-skjal með helstu æfingunum sem við gerðum, svo þeir geti æft sig áfram. Myndband fylgir einnig með öllum æfingum. Ég vil ekki bara vera kennarinn þeirra á námskeiðinu, heldur kenna þeim æfingarnar svo þau geti haldið áfram að bæta sig og hjálpað sér sjálf. Þeir sem koma til mín eru metnaðarfullir íþróttamenn sem vilja ná lengra. Þú kemur til mín til að bæta þig.“

Allar upplýsingar má fá á heimasíðu Silju: www.siljaulfars.is eða Facebook: siljaulfars.is

Netpóstur: siljaulfars.is@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum