Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Sumarbúðirnar Ástjörn – Sumardvöl í sól og sælu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi á Norðausturlandi eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6–12 ára og 13–15 ára unglinga og hafa verið reknar sem kristilegar sumarbúðir síðan 1946. „Það er mjög algengt að börnin sem koma til okkar eigi foreldra eða afa sem voru í sumarbúðunum hjá okkur á sínum tíma og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Árni Hilmarsson forstöðumaður. Börnin koma alls staðar að af landinu og mjög oft koma systkini saman. Flest börnin dvelja í einn flokk, en sum lengur. Flokkarnir eru 7, 8 eða 10 sólarhringar.

Friðsæl tjörn, umlukin þéttum birkiskógi

Ástjörn, með öllum sínum árabátum, kajökum, kanóum, hjólabátum og seglskútum, hefur alltaf mjög mikið aðdráttarafl fyrir börnin og er sívinsæl, og ekki síst vegna hornsílanna sem börnin veiða í háfana sína. Einnig eru svokallaðir sökkvibátar mjög spennandi því það eru sérstakir bátar sem má sökkva þegar synt er í tjörninni á góðviðrisdögum. Einnig er margt annað um að vera svo sem knattspyrna, körfubolti, föndur, alls kyns leikir og keppnir, kvöldvökur, Biblíusögur og söngur. Íþróttahús er í næsta nágrenni sem hægt er að nota þegar sólin lætur ekki sjá sig og þar er einnig sundlaug. Á góðviðrisdögum er fjöruferð alltaf vinsæl og hestaleigan Active North (activenorth.is) í Ásbyrgi stendur þeim til boða sem vilja borga fyrir hana. „Föndurherbergið okkar er mjög vinsælt og börnin virkilega njóta þess að sitja þar í næði og föndra að vild og það er alltaf jafn gaman að sjá hvað börnin geta verið frjó og frumleg í sköpun sinni,“ segir Árni.

„Það gleður okkur alltaf jafn mikið að heyra að börnin fari ánægð heim,“ segja starfsmenn Ástjarnar.

Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að kenna börnunum að ganga vel um náttúruna. Sumarbúðirnar Ástjörn eru þær einu á landinu sem eru í þjóðgarði.

Margir foreldrar eru ánægðir með að börnin noti hvorki farsíma né tölvuspil við Ástjörn.

Ástjörn hefur m.a. þá sérstöðu að þvottahús er á staðnum þar sem allt er þvegið af börnunum, mörgum foreldrum til mikillar ánægju.

Í nágrenni Ástjarnar eru sannkallaðar náttúruperlur og athyglisverðir staðir sem upplagt er fyrir Íslendinga almennt að skoða betur, t.d. Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur, Grettisbæli, Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Hafragilsfoss.

Fyrir þau börn sem koma með flugi frá Reykjavík til Akureyrar þá á Ástjörn frátekin flugsæti, sjá nánar astjorn.is/flug.

Fylgdarmaður frá Ástjörn eða flugfélaginu fylgir börnunum í flugvélinni og á Akureyrarflugvelli taka starfsmenn Ástjarnar á móti börnunum.

Síðan er ekið til Ástjarnar og tekur það um tvær klukkustundir, rútuferðin er innifalin í dvalargjaldinu.

 

Nánari upplýsingar og skráning í síma 462-3980, á heimasíðunni astjorn.is og einnig á facebook.com/astjorn þar sem hægt er að sjá fleiri myndir, og sömuleiðis myndbönd á youtube.com/astjorn

Netfang: astjorn@astjorn.is

Kostnaður við sumarbúðadvölina er innan við 6.500 kr. á sólarhring. 10% systkinaafsláttur fyrir bæði systkini og meiri afsláttur fyrir fleiri systkini.

Flokkar og verð:

Fyrir 6–12 ára börn (10 eða 8 sólarhringar):

  1. flokkur: 18.–28. júní (þriðjud.–föstud.) 61.900 kr.
  2. flokkur: 3.–11. júlí (miðvikud.–fimmtud.) 51.900 kr.
  3. flokkur: 16.–26. júlí (þriðjud.–föstud.) 61.900 kr.

Unglingavika: 13–15 ára (rúmlega 7 sólarhringar):

  1. flokkur: 30. júlí–6. ágúst (þriðjud.–þriðjud.) 42.900 kr.

 

Laugardaginn 29. júní verður opið hús. Allir eru velkomnir í heimsókn að skoða staðinn og alveg sérstaklega Ástirningar, foreldrar þeirra, starfsfólk, vinir og velunnarar. Nánar auglýst síðar.

 

Ummæli ánægðra foreldra: 

„Dóttir mín er ótrúlega spennt að komast í sumar og er búin að spyrja mikið hvort að hún fengi ekki að vera lengur en s.l. sumar. Henni líkaði dvölin hjá ykkur rosalega vel.“

 „Sonur minn var mjög ánægður með dvölina í fyrra og þegar hann talar um Ástjörn kemur alveg sérstakur glampi í augun og allt sem sagt er frá hefur yfir sér ævintýraljóma. Sem sagt alveg frábærar sumarbúðir.“

 „Dætur mínar eru svo ákveðnar að koma aftur í sumar, enda koma þær alltaf himinsælar heim frá Ástjörn. Þær hlakka mikið til og það gleður mig líka 🙂 “

 „Halló, sonur okkar ætlar að koma á Ástjörn þriðja sumarið í röð. Ekkert sumarfrí án Ástjarnar.“

 „Drengurinn minn kom í fyrsta skipti til ykkar í fyrra. Hann fékk smá heimþrá en ekki alvarlegri en svo að hann bað um að fá að fara aftur daginn eftir að hann kom heim. Nú hefur ekkert annað komið til greina hjá honum en að vera eins lengi og hægt er. Bestu kveðjur og takk fyrir okkur 🙂 “

 „Dóttir mín var hjá ykkur í fyrra og átti yndislega dvöl. Kærar þakkir fyrir það.“

 „Krakkarnir voru svo ánægð með dvölina síðasta sumar þannig að þau heimta að koma aftur 🙂 “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna