fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Golf í friðsælu umhverfi og frábært hótel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. apríl 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum eini golfklúbburinn á Íslandi með aðstöðu sem kallast getur „Golf Resort“. Hótel Hamar, sem er í hjarta  Hamarsvallar er í raun klúbbhúsið fyrir golfvöllinn“ segir Jóhannes Ármannsson, framkvæmda- og vallarstjóri hjá Golfklúbbi Borgarness.

Hamarsvöllur í Borgarnesi er sambland af skógar- og vatnavelli og þykir ákaflega fallegur, snyrtilegur og friðsæll golfvöllur. Hótel Hamar Icelandair Hotels, í miðju vallarins, er umvafið skógi vöxnum brautum á alla vegu en þó með ágætis útsýni yfir fjallahringinn. Hótelið býður upp á framúrskarandi gistingu sem og veitingar á breiðu verðbili. Síðan er það klúbbhús GB og athvarf fyrir gesti Hamarsvallar en 1. teigur og 18. flöt eru við hótelið. Fjölmargir gestir Hótels Hamars velja bæði gistingu og golf, sem og kvöldverð.

„Það koma um 35.000 gestir á svæðið á ári. Yfir vetrartímann sækjast þeir einvörðungu eftir gistingu og nýta að sjálfsögðu ekki golfvöllinn. Yfir sumarið koma hingað um 12.000 Íslendingar sem spá bara í golfvöllinn en ekki hótelið. Og síðan eru enn aðrir sem gista á hótelinu og leika golf, jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn, en færst hefur í aukana að erlendir ferðamenn sem gista á Hótel Hamar vilji ólmir taka hring þegar þeir sjá golfvöllinn. Af 35.000 gestum eru þó erlendir viðskiptavinir í meirihluta,“ segir Jóhannes og leikur sér örlítið með tölfræðina en Hamarsvöllur og tilheyrandi eru án efa einn vinsælasti staður landsins fyrir golfara. Hér er eitt dæmi um vinsældirnar:

„Sem dæmi þá auglýstum við GB paramót fyrir 80 pör – samtals 160 manns – í febrúar, en mótið verður haldið í lok júní. Það bókaðist allt upp á einni viku,“ segir Jóhannes.

„Hér er þægilegt umhverfi, friðsælt og áreitislaust. Þegar fólk er að spila golf í Reykjavík þá eru svo margir fleiri í kringum það, þannig að þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref geta ekki almennilega notið sín vegna áreitis. Þess vegna leita svo margir byrjendur hingað,“ segir Jóhannes.

Nánar má lesa um þetta á vefsíðunni gbgolf.is. Þegar þar er komið inn er einnig hægt að smella á hnappinn „Hamar“ og þar er hægt að bóka gistingu og golf. Mörg spennandi tilboð eru í gangi fyrir bæði pör og hópa. Að sögn Jóhannesar er algengt að golfhópar sæki Hamarsvöll og gisti á hótelinu. Þar á fólk ljúfar stundir á milli þess sem það nýtur þess að spila golf á Hamarsvelli.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum