fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Sveinskotsvöllur: Einstaklega fjölskylduvænn golfvöllur í fögru umhverfi

Kynningardeild DV
Föstudaginn 26. apríl 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sveinskotsvöllur er frábær par 3 völlur í einstöku umhverfi. Þetta er völlur sem hentar afskaplega vel byrjendum sem vilja ekki fara á stóru vellina. Þarna eru aðgengilegri reglur og áherslan er lögð á að hafa gaman – og völlurinn er öllum opinn,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ólafur hefur starfað hjá klúbbnum í 20 ár og upplifað miklar breytingar með sívaxandi golfáhuga landsmanna og sífellt glæsilegri aðstöðu á svæðinu.

Sveinskotsvöllur er kærkomin viðbót í þjónustu klúbbsins. „Þetta er afskaplega fjölskylduvænn völlur í gullfallegu umhverfi með útsýni yfir höfnina í Hafnarfirði. Fólk kemur bara inn í golfbúðina í golfskálanum hérna, borgar 2.500 krónur og spilar golf eins og það vill allan daginn. Einnig hentar völlurinn til hópeflis, fyrir lítil mót á meðal vina eða hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur.

Sveinskotsvöllur er 9 holu völlur á Hvaleyrinni. Ekkert inntökugjald er í klúbbinn og inniheldur félagsaðild að Sveinskotsvelli aðgang að 11 vinavöllum Keilis þar sem einungis þarf að greiða 2.000–2.500 króna vallargjald. Einnig er aðgangur að golf.is og full aðild að Golfsambandi Íslands. Árgjald er aðeins 53.800 krónur fyrir aldurshópinn 27–70 ára.

Sjá nánar um Sveinskotsvöll og fjölbreytta starfsemi Golfklúbbsins Keilis á vefsíðunni keilir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum