fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Golfklúbbur Akureyrar og Arctic Open: Það er dýrðlegt að spila golf á Akureyri 

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyri er að mörgu leyti unaðsreitur kylfinga enda er þar hægt að stunda þessa vinsælu íþrótt í ægifögru umhverfi við afar góðar aðstæður. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil og farsæl uppbygging á svæðinu.

Hið einstæða golfmót Arctic Open er síðan þekkt meðal kylfinga víða um heim, enda engu líkt að leika golf undir miðnættið á bjartasta tíma ársins, nærri heimskautsbaug.

Golfklúbbur Akureyrar, GA, rekur 18 holu golfvöll að Jaðri ásamt sex holu velli á sama stað sem tekinn var í notkun árið 2017. Einnig rekur GA Lundsvöll, sem er 9 holu völlur rétt innan við Vaglaskóg. Enn fremur hefur GA frábæra inniaðstöðu, Golfhöllina, sem er æfingasvæði fyrir kylfinga á neðri hæð Íþróttahallarinnar á Akureyri. Meðlimir í klúbbnum eru um 750 talsins og fá þeir aðgang að allri þessari aðstöðu sem sífellt er verið að endurbæta.

„Hér hefur orðið mikil uppbygging síðustu tíu árin í samstarfi við Akureyrarbæ ásamt gríðarlegri sjálfboðavinnu. Við hjá GA erum mjög lánsöm hversu mikið og óeigingjarnt starf hefur verið unnið af hálfu sjálfboðaliða á öllum sviðum, ekki einungis við uppbyggingu svæðisins heldur einnig því sem lýtur að rekstri GA. Endurbætur hafa verið gerðar á flötum og teigum á Jaðri og lokahnykkurinn í þessu ferli var nýtt æfingasvæði sem tekið var í notkun árið 2016. Núna veitum við kylfingum einhverja þá bestu aðstöðu sem völ er á,“ segir Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA.

Eins og nærri má geta eru margir kylfingar á Akureyri en golfvöllurinn að Jaðri er líka mjög vinsæll meðal ferðamanna. „Hér er vaxandi ferðamennska og undanfarin ár hefur töluverður fjöldi ferðamanna komið hingað úr skemmtiferðaskipum. En meirihluti ferðamanna sem nýta sér golfvöllinn að Jaðri er samt Íslendingar,“ segir Steindór.

Golf í miðnætursól

Hið magnaða golfmót Arctic Open verður haldið dagana 19.–22. júní. Kylfingar sem tekið hafa þátt í mótinu segja það vera draumkennda upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heimskautsbaugi. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar um Arctic Open er að finna á vefsíðunni arcticopen.is.

Nánari upplýsingar um GA og golfaðstöðu á Akureyri er að finna á vefsíðunni gagolf.is eða í síma 462-2974.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 4 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum