fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Páskavaka á laugardagskvöld í Vídalínskirkju

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hefð fyrir því að halda páskavökur víða um heim en ekki eins algengt hér heima á Íslandi. Við erum að sjáfsögðu vön því að vakna snemma á páskadagsmorgni og hugsanlega er til mikils ætlast bæði að vaka fram eftir og eins að vakna fyrir allar aldir. En síðan má ekki horfa fram hjá því að svefnvenjur eru ólíkar.

Laugardagskvöldið fyrir páskadag hefst páskavaka kl. 23:00 í Vídalínskirkju. Stundin hefst á ljósaathöfn. Í kjölfarið fylgir mikill lestur úr Biblíunni. Við fáum að heyra fjölbreytta texta ritningarinnar og íhuga þá. Lestrarnir verða brotnir upp með söng. Eftir að lestrum lýkur þá er komið að kyrrðarbæn. Í hverri viku er stunduð kyrrðarbæn í Vídalínskirkju. Þá sitjum við saman í þögn. Um miðnætti skrýðum við aftur altarið sem var afskrýtt á skírdagskvöldi. Þegar við höfum lokið því endum við stundina á altarisgöngu.

Áður fyrr voru kristnir stundum teknir inn í söfnuðinn á páskavökum. Þá hafði á undan farið mikill lærdómur og lestrarnir á vökunni endurspegla það. Að enda á altarisgöngu minnir líka á þetta. Þau sem voru hluti af söfnuðinum máttu nú taka þátt í altarisgöngunni í fyrsta sinn.

Stundin í Vídalínskirkju verður lágstemmd framan af en endar í fögnuði. Þetta verður ferðalag frá atburðunum sem við minnumst á föstudaginn langa yfir í gleði páskadagsins.

Lagt verður upp úr þátttöku. Söngvarnir verða flestir einfaldir. Stundin verður nokkuð lengri en hefðbundin messa. Vonandi geta sem flestir tekið þátt í þessari spennandi páskavöku. Verið öll hjartanlega velkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 5 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi