fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Vídalínskirkja: Afskrýðing á Skírdagskvöld

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 17:00

Jóna Hrönn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú hefð hefur skapast á Skírdagskvöld kl.20 í Vídalínskirkju í Garðabæ að afskrýða altarið og skilja það eftir hulið svörtu klæði og á því liggja fimm rauða rósir. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ útskýrir þetta með þeim hætti að eftir síðustu kvöldmáltíðina hafi Jesús farið með vinum sínum út í Getsemane garðinn til að biðja, enda vissi hann að þjáningin væri framundan og píslarganga hans hófst þar, í garðinum var hann handtekinn og svo tekinn af lífi daginn eftir á Föstudeginum langa, þess vegna sé altarið sem táknar Krist í kirkjunni skilið eftir í sorgarklæðum.  Ljósin sem tákna lofgjörð til Krists eru slökkt, hvíti dúkurinn fjarlægður sem tákn reifanna sem Jesúbarnið var vafið og líndúkanna sem hann var sveipaður látinn.

Í lok messunnar þegar svarti dúkurinn er komin ofan á gengur barn inn með fimm rauðar rósir sem það setur á altarið og það táknar sárin fimm á Jesú, á höndum, fótum og síðu. Á meðan altarið er afskrýtt mun Kári Geirlaugsson messuþjónn flytja sálm 22 í GT sem álitið er að Jesús hafi byrjað að fara með á krossinum en sálmurinn hefst á orðunum ,,Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Í lok messunnar eru svo öll slökkt og fólkið gengur út í Getsemane myrkið eftir sterka og táknræna stund.

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur.

Þetta kvöld mun Jóna Hrönn þjónar fyrir altari en Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur mun sjá um hugleiðinguna.  Tvær söngkonur sem hafa mikið starfað við Vídalínskirkju Erla Björg Káradóttir og Særún Harðardóttir syngja við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista.

Jóhann Baldinsson.

Þær munu m.a. syngja sálm eftir norðmanninn Björn Eidsvag sem fjallar um atburði skírdags. Lagið er sjaldan flutt en Lilja S. Kristjánsdóttir þýddi ljóðið. Það verður síðan um miðnætið á laugardagskvöldinu á Páskavökunni sem altarið verður aftur skrýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 6 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrir liði, vöðva, heila og húð

Fyrir liði, vöðva, heila og húð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!