fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísafjörður hefur heillað marga með einstakri náttúrufegurð og skemmtilegu andrúmslofti. Þar er að finna fyrsta flokks skíðasvæði í fallegum dölum á milli hárra og brattra fjalla. „Skíðasvæðið okkar er í raun tvö skíðasvæði, Tungudalur og svo Seljalandsdalur,“ segir Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Á svæðinu er hægt að leigja allan búnað til skíðaiðkunar svo sem skíði, bretti og gönguskíði fyrir jafnt fullorðna sem börn.

Lyfturnar, svigskíðin og brettin

„Annars vegar er það skíðasvæðið í Tungudal, sem er Alpahlutinn af svæðinu. Þar er stór skíðaskáli með veitingum og skíðaleigu. Svo eru þrjár skíðalyftur sem flytja skíða- og snjóbrettaiðkendur upp í brekkurnar. Við erum með tíu brekkur sem henta iðkendum af öllum getustigum, allt frá byrjendum upp í þá sem vilja komast í alvöru keppnisbrautir,“ segir Hlynur.

Gönguskíði

Hins vegar er það skíðagöngusvæðið í Seljalandsdal. Þar er að finna eitt flottasta skíðagöngusvæði landsins og lengstu göngubrautir á Íslandi. Stærsti skíðagönguviðburður landsins, Fossavatnsgangan, er þar haldinn ár hvert. Í ár verður gangan haldin 2.–5. maí.

„Brautin er 50 kílómetra löng, langlengsta gönguskíðabraut á landinu, og við erum að vinna í að troða hana núna. Þá erum við með fjölda annarra brauta, allt frá einum kílómetra og upp í 50, en alla daga er troðið að lámarki 5 kílómetra og lengra á helgum eða 10–15 kílómetrar.“

Gönguskíðasportið verður sífellt vinsælla enda er það afar skemmtileg íþrótt. „Við bjóðum upp á stórskemmtilegar æfingabúðir fyrir gönguskíðafólk og við höfum tekið á móti um 60 manna hópum, átta helgar í röð. Í vetur erum við þá búin að taka á móti um 500 gestum í gönguskíðaæfingabúðir.“ Á svæðinu er lítill skáli með sjoppu þar sem hægt er að kaupa veitingar.

Skíðavika á páskum

Skíðavika á páskum er viðburður sem haldinn hefur verinn á Ísafirði í 84 ár. „Þó svo það megi næstum bóka að hér viðri alltaf vel fyrir skíði á páskum, þá gerðist það nokkur ár í röð að páskarnir voru heldur snjólitlir. Það var þá sem hin landsfræga tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður var haldin fyrst og hefur verið haldin síðan. Ár hvert leggur fjöldi fólks leið sína á Ísafjörð um páskana til þess að viðra skíðin sín niður brakandi brekkur og alla leið niður í Ísafjarðarbæ þar sem landsþekktir tónlistarmenn slíta úr hljóðfærum sínum við fögnuð áhorfenda.“

Nánari upplýsingar má nálgast á dalirnir.is

Sími: 450-8400

Vefpóstur: ski@isafjordur.is

Facebook: Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Instagram: Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld