fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Kynning

Bolungarvík: Verið velkomin í Musteri vatns og vellíðunar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundlaugin á Bolungarvík, Musteri vatns og vellíðunar, er notaleg innisundlaug. Á útisvæðinu má finna tvo heita potta, annar er 39°C heitur nuddpottur og hinn er 41°C. Einnig er vatnsrennibraut sem býður upp á fyrirtaks salíbunur, kaldur pottur fyrir hörkupésana og rúmgóð vaðlaug með bunusvepp. Í tengslum við sundlaugina er afar notaleg baðstofa með eimbaði og góðri hvíldaraðstöðu.

Útsýnið er ekki amalegt.

Svo miklu meira en bara sundlaug

Í Musteri vatns og vellíðunar er alltaf nóg um að vera. Yfir páskana verður í boði fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum, bæði við laugarbakkann og í íþróttahúsinu.

„Núna stendur yfir stórskemmtileg handverks-, ljósmynda- og málverkasýning frá Bolvíkingum og mun hún standa yfir alla páskana og lengur,“ segir Magnús Már Jakobsson hjá Musterinu.

„Einnig verðum við með leiki í boði í íþróttahúsinu fyrir börn og foreldra á opnunartíma sundlaugarinnar, allt frá skírdegi (fimmtudegi) til annars í páskum (mánudags). Þetta verður alveg stórskemmtilegt og kostar 700 krónur fyrir fjölskylduna hvern dag.“

Aldrei fór ég norður

„Einnig verða fleiri skemmtilegir viðburðir í gangi og á föstudaginn langa verða tónleikar á sundlaugarbakkanum frá kl. 16–18. Heimafólk skemmtir þá þeim sem fóru suður á Ísafjörð en snúa svo aftur í víkina,“ segir Magnús.

Dagskrá yfir páskana

Skírdagur

 

Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning
Föstudagurinn langi Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Tónleikar á sundlaugarbakkanum 16–18
Laugardagur

 

Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning
Páskadagur

 

Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning
Annar í páskum

 

Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning

 

Opið er frá 10–18 alla páskana.

Það eru allir velkomnir í Sundlaug Bolungarvíkur um páskahelgina!

Notalegir legubekkir fyrir hvíld og flottir sturtuklefar.

Höfðastígur 1, 415 Bolungarvík

Sími: 456-7381

Netpóstur: sundlaug@bolungarvik.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna