fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2019 16:00

Allskonar skemmtilegir langermabolir og buxur handa kátum krökkum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vefversluninni agu.is má finna dásamlega fallegar og skemmtilegar flíkur fyrir börn. Hver flík er hönnuð, sniðin og saumuð af vandvirkni á vinnustofu Brynju Daggar Gunnarsdóttur í Þorlákshöfn og selur hún flíkurnar í gegnum vefverslun sína, agu.is. Flíkurnar hafa vakið verðskuldaða athygli og lukku fyrir litadýrð og skemmtilegar myndir en ekki síður fyrir hvað þær eru endingargóðar og úr vönduðu efni.

Aldeilis fín í rósóttu.

 

Íslensk hönnun

„Ég byrjaði að hanna, sníða og sauma vörurnar 2012 þegar ég var ólétt að dóttur minni. Árið eftir setti ég upp Facebook-síðu með vörunum og upp frá því fór þetta að vinda upp á sig. Ég hanna barnaföt úr lífrænni og algerlega eiturefnalausri hágæða bómull. Efnin eru mjög endingargóð og þola þvott afar vel, sem er óneitanlega mikilvægt þegar kemur að barnafötum. Þessar flíkur erfast vel á milli barna því þær endast svo vel,“ segir Brynja.

Hver elskar ekki kisukjóla?

Litrík og skemmtileg efni

Efnin sem Brynja notar í flíkurnar eru ótrúlega falleg, litrík og skemmtileg með myndum af pöndum, einhyrningum, blómum, fiðrildum og alls kyns nattúrumyndum og ævintýralegum skepnum. „Börnin hreinlega elska þessar flíkur því þær eru svo litríkar og fallegar. Þetta eru hvort tveggja efni þar sem ég hanna sjálf myndirnar, og svo efni sem ég flyt inn. Það er alltaf að aukast hjá mér að ég hanni efnin sjálf því þá get ég leikið mér endalaust með liti, form og myndir.

Uglurnar eru skemmtilegar á þessum.

Eftir að ég flutti til Þorlákshafnar og setti upp vinnustofu þar þá opnaði ég vefverslun á agu.is þar sem allar vörurnar mínar eru til sölu. Þar getur fólk fylgst mjög vel með hvað er til og hvað er væntanlegt,“ segir Brynja.

 

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni agu.is og Facebook-síðunni: agu barnavörur

Sími: 695-6050

Vefpóstur: aguhonnun@gmail.com

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 6 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!