fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Láttu hrífast með Mótettukórnum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótettukór Hallgrímskirkju heldur fjölda tónleika ár hvert með margbreytilegri dagskrá og lagavali sem höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps. Að þessu sinni verður flutt rómantísk kórtónlist eftir þá Brahms, Bruckner og Mendelssohn. Tónleikarnir verða haldnir í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 10. mars klukkan 17.00.

Falleg og glæsileg tónlist úr rómantíkinni

„Rómantíska tímabilið, sem hófst skömmu fyrir 1800 og lauk um aldamótin 1900, gat af sér ótrúlega falleg og innlifuð tónverk sem hafa staðist tímans tönn. Við ætlum að einblína á þessa tónlist á tónleikunum 10. mars og ég get lofað því að þetta verður ákaflega falleg stund. Verkin eru hefðbundin og tignarleg enda hefur alltaf einhver klassi verið yfir þessu tímabili sem mönnum hefur ekki tekist að leika eftir síðar. Þetta er alveg tilvalið fyrir þá sem langar að mæta á tónleika og láta hrífast og vilja gleyma stað og stund,“ segir Katrín Sverrisdóttir, formaður Mótettukórsins.

Kórinn undir stjórn Harðar.

Fagmenn í hverju horni

„Mótettukórinn syngur á tónleikunum en Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Hann er einn af fremstu orgelleikurum á Íslandi. Okkar ástkæri Hörður Áskelsson stjórnar af sinni einstöku list. Ásta Marý Stefánsdóttir sópransöngkona er sjálf úr röðum kórfélaga og syngur einsöng með kórnum í einu verki, en Ásta sigraði í söngkeppninni Vox Domini árið 2018.

Ásta Marý Stefánsdóttir.

Ég hvet alla til þess að næla sér í miða á viðburðinn sem fyrst á midi.is eða í miðasölu í Hallgrímskirkju. Þetta eru tónleikar sem enginn unnandi fagurrar tónlistar má missa af,“ segir Katrín.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi