fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Jógasetrið: Jóga er betra en grjónagrautur!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jóga er fyrir alla því þar lærum við fyrst og fremst að stjórna önduninni okkar, sem hjálpar okkur að hægja á huganum og finna kyrrðina, en það þurfum við öll að gera. Það er mikilvægt að við nærum og sinnum okkar innra lífi eins og því ytra,“ segir Auður Bjarnadóttir, eigandi Jógasetursins. Tilurðina segir hún hafa komið til vegna stóraukins áhuga á jóga. „Þetta byrjaði með meðgöngujóga og löngum biðlistum og svo vatt þetta upp á sig. Nú er setrið orðið mjög fjölbreytt til að þjóna öllum aldurshópum,“ segir Auður.

Magnað meðgöngujóga

„Ég kynntist meðgöngujóga þegar ég var barnshafandi í Seattle. Mér fannst tæknin hjálpa mér mjög mikið þegar kom að því að fæða því jóga kennir manni svo margt sem er gagnlegt í fæðingunni. Meðgöngujóga er valdeflandi fyrir konur og kennir þeim að finna sinn innri styrk í fæðingunni og hafa tækni til þess að halda ró og einbeitingu. Það kennir þeim að vera ekki hræddar með hugann á sveimi, heldur læra þær að treysta líkamanum og detta inn í þann dans og ferðalag sem fæðingin er. Líkaminn verður næmari og veit þá hvað hann á að gera.“

 

Mömmujóga

„Meðgöngujógað þróaðist yfir í mömmujóga þar sem mæður stunda saman jóga með börnunum. Það er ótrúlega gott fyrir nýbakaðar mæður að koma saman og stunda róandi og styrkjandi jóga fyrir sig og börnin. Þær ræða líka allt sem viðkemur barneignum svo sem bleyjuskipti, svefn, brjóstagjöf og þess háttar og fá mikla útrás. Svo fara þær sem vilja líka út að borða saman einu sinni í viku eftir tímann.“

Krakkajóga: betra en grjónagrautur

„Ég var með krakkajóga í Stundinni okkar fyrir um tuttugu árum og fann fyrir miklum áhuga á að halda áfram. Krakkajóga er nátengt leikjum og gleði og læra börnin ýmsar jógastöður sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu.

Börnin elska jógað og eru snögg að tileinka sér tæknina. Eitt barn sagði við mig eftir tíma eitt sinn: „Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.“ Við erum með krakkajóga fyrir börn á aldrinum 3–4 ára. Þá koma þau með foreldrunum. Svo eru tímar fyrir 5–7 ára, 8–11 ára og svo er unglingajóga fyrir 12–14 ára.“

Auður heldur utan um ýmiss konar kennaranám í jóga á vegum Jógasetursins sem hefur reynst vel, því mikið samfélag hefur myndast í kringum Jógasetrið í gegnum árin. „Þetta er fallegt samfélag og það er gaman að fylgjast með vinskapnum og kærleiknum sem hefur þróast.

Núna þessa helgi erum við til dæmis með námskeið fyrir kennara í krakkajóga. Í gegnum árin höfum við útskrifað nokkur hundruð jógakennara, kennara og leikskólakennara sem kenna margir hverjir krakkajóga í hinum ýmsu grunn- og leikskólum víða um land.“

Jóga fyrir alla fjölskylduna

„Við stöndum fyrir hugmyndina JÓGA FYRIR ALLA og fjölbreytni. Þann 17. mars ætlum við til dæmis að vera með Fjölskyldujóga. Börn og foreldrar fá þá tækifæri til að leika sér saman og eiga góða samverustund. Þetta er viðburður sem við höldum reglulega og er alltaf vel sóttur. Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Jógasetursins.“

 

Jógatímarnir og námskeiðin sem boðið er upp á í Jógasetrinu eru fjölmörg:

 • Grunnnámskeið í Kundalini Jóga
 • Kundalini Jóga
 • Hatha Jóga
 • Jóga Nidra
 • Mjúkt Jóga
 • Jóga fyrir 60+
 • Krakkajóganámskeið frá aldrinum 3–14 ára
 • Meðgöngujóga
 • Mömmujóga
 • Karlajóga
 • Parajóga
 • Núvitund gegn streitu
 • 12 spor til vellíðunar
 • Vinyasa flæði

 

Jógasetrið er í Skipholti 50c.

„Það er ávallt eitthvað á döfinni hjá okkur og við látum vita af námskeiðum og viðburðum sem eru á döfinni bæði á Facebook-síðu okkar Jógasetrið og heimasíðunni jogasetrid.is.“

Sími: 778-1000

Netpóstur: jogasetrid@jogasetrid.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 6 dögum

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð
Kynning
Fyrir 1 viku

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði
Kynning
Fyrir 2 vikum

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind