fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

O’Learys í Smáralind: Heimavöllur fjölskyldunnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 3. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sest er niður á veitingastaðnum O’Learys í Smáralind þá líður manni ekki eins og maður sé staddur í verslunarmiðstöð heldur notalegri stofu. Innréttingar eru afar smekklegar og hlýlegar. Fyrirmyndin er veitingastaðir í Boston en þaðan er O’Learys-keðjan upprunnin.


„Við höfum lagt áherslu á að vera heimavöllur fjölskyldunnar. Hér á að vera hægt að setjast niður og njóta þess að horfa á heimsviðburði í íþróttum og borða góðan mat með vinum og fjölskyldu. Áherslan í matargerðinni er síðan á hefðbundinn amerískan mat, hamborgara, svínarif, kjúklingavængi og steikur,“ segir Elís Árnason, eigandi staðarins á Íslandi.


Á O’Learys í Smáralind býðst þér að spila körfuboltaspil, boxpúði er á staðnum og Crazy light einnig, sem er spil sem allir í fjölskyldunni hafa gaman af að spila. Shuffleboard er nýtt sport á Íslandi sem allir í fjölskyldunni geta spilað. Borðin eru í fullri stærð, svokölluð Champion Shuffleboard sem eru það vandaðasta á markaðnum í dag.


Andrúmsloftið í rúmgóðum veitingasalnum er afskaplega þægilegt og það er gott að eiga hér gæðastund. Alls eru 32 flatskjáir á veggjunum með alls konar efni, bæði íþróttum og öðru sjónvarpsefni, en hljóðstýring er svæðisbundin og hljóð berst ekki á milli svæða eða ónáðar þá sem hafa ekki áhuga á sjónvarpsdagskránni. Veggina prýða einnig fjölmargar myndir sem ýmist tengjast íþróttum eða sögu Boston-borgar.


Á staðnum eru einnig stórskemmtileg leiktæki sem höfða til bæði barna og fullorðinna og henta því fjölskyldufólki vel. Raunar höfðar O’Learys til margs konar hópa því þarna er gott að tylla sér niður með fartölvu og vinna enda gott þráðlaust net og innstungur úti um allt. Einnig er gott fundarborð sem hentar vel fyrir smærri vinnufundi.


Ferskir hamborgarar

Hamborgararnir hjá O’Learys eru ferskir 170 gramma borgarar sem koma frá Norðlenska. Góð blanda kjöts og fitu gerir þá einstaklega safaríka. Við prófuðum hamborgara sem var afskaplega ljúffengur, ferskur og safaríkur.

Kjúklingavængir O’Learys, sem eru sérframleiddir fyrir keðjuna og að Boston-sið, eru hreint lostæti og ekki spillti fyrir gráðaostasósa sem gott er að dýfa þeim í. Við fengum okkur líka djúpsteiktan, íslenskan þorsk í orly með kaldri tartar-sósu. Afbragðsgóður matur.


Á mánudagskvöldi var staðurinn heimsóttur aftur og pantaður hamborgari, svínarif og kjúklingavængir. Síðan var pekan-pie í eftirrétt. Allt var þetta einstaklega ljúffengt og þjónusta var til fyrirmyndar.

Gestirnir voru að verða saddir en það var ekki hægt að standa upp frá veisluborðinu án þess að bragða á svínarifjunum sem voru nákvæmlega eins og maður vill hafa slíkan mat. Afar bitastæður og bragðgóður matur.

Hlaðborð og kótelettur

Hlaðborð er í hádeginu alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Á mánudögum er steiktur fiskur, með salati og frönskum, á þriðjudögum er kjúklingaveisla, miðvikudögum eru lambakótelettur, sem eru vægast sagt vinsælar, og til að toppa vinnuvikuna þá er tilvalið að skella sér á naut og bearnaise-hlaðborðið sem er alla föstudaga.

Hlaðborðið kostar aðeins 1.990 krónur á mann. Eins og áður segir er vel gert við fjölskyldur og á sunnudögum kemur blöðrulistamaður og þá fá allir krakkar fría blöðru milli kl. 17 og 20.


Svo eru bíódagar á mánudögum en þá er hægt að fá máltíð og bíómiða í Smárabíó á flottu verði. Alveg kjörið að tvinna saman bíóferð og málsverð á O’Learys.

Nánari upplýsingar má nálgast á olearys.is og á O’Learys Facebook.
O’Learys er staðsett í Smáralind.
Sími: 558-5500
Netfang: smaralind@olearys.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum