fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Alltaf frábær stemning á KRYDD Veitingahúsi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 3. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

wKRYDD Veitingahús er glænýr og glæsilegur veitingastaður í Hafnarfirði sem var opnaður í maí 2018. Eigendur staðarins eru þrjú hafnfirsk pör, þau Hilmar Þór Harðarson og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggvason, og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson. „Okkur bráðlangaði að opna veitingastað hér í hjarta Hafnarfjarðar sem bæri fram góðan mat í skemmtilegu og fallegu umhverfi og dúndrandi stemningu,“ segir Hilmar. Á fáum mánuðum hefur veitingastaðurinn fest sig rækilega í sessi sem einn besti og skemmtilegasti veitingastaður Hafnarfjarðar.

Hollt í hádeginu

„Við prófuðum að hafa holl hádegishlaðborð í janúar til að koma til móts við fólk á vinnumarkaðnum. Á hlaðborðinu fengust næringarríkir hádegisréttir, flottir veganréttir og fiskur dagsins. Þetta hefur verið svo ótrúlega vinsælt hjá okkur að við höfum ákveðið að halda áfram með hollt hlaðborð í hádeginu. Fólk getur því skellt sér hingað í hádeginu í hollan hádegisverð og farið svo aftur í vinnu endurnært og stútfullt af vítamínum.“

Árshátíðir á KRYDD

KRYDD Veitingahús er ekki bara veitingastaður heldur leggja eigendurnir upp úr því að gestir upplifi skemmtilega kvöldstund ásamt því að snæða gómsætan mat. „Við erum með skemmtilega tónlist, góða stemningu og létt andrúmsloft. Við erum dugleg að halda alls konar spennandi viðburði. Það er til dæmis „sing along“-kvöld fyrsta föstudag hvers mánaðar. Hin landsþekkta söngkona Guðrún Árný kemur þá og syngur þekkta slagara og salurinn tekur undir. Það er líka alger snilld að halda árshátíðir fyrirtækjanna hjá okkur á sing along-kvöldunum. Það myndast alltaf alveg feiknagóð stemning á þessum kvöldum enda elska allir að syngja. Næstu sing along-kvöld verða 1. og 8. mars. Einnig fáum við plötusnúða og Siggu Kling reglulega til okkar.“ Viðburðir eru auglýstir á facebooksíðunni.

Drekkutími

Alla daga frá 16–18 er hamingjustund þar sem rautt, hvítt og danskt öl fæst á spottprís. „Einnig erum við með úrval kokteila á frábæru verði og ætlum enn fremur að gera vel við gestina og setja saman hamingjustundarseðil á kokteilum.“ Það er því um að gera að skella sér í létta hamingjustund áður en sest er að snæðingi á KRYDD Veitingahúsi.

Gerðu meira úr kvöldinu!

Einnig býður staðurinn upp á leikhús- eða tónleikamatseðil enda eru Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið staðsett í göngufjarlægð frá veitingastaðnum. „Við bjóðum upp á matseðla sem henta þeim tímaramma sem fólk hefur. Fólk getur einnig komið hingað í tveggja rétta matseðil, skellt sér á tónleika eða í leikhús og komið svo aftur og fengið sér eftirrétt. Þá þarf ekki að gúffa í sig þriggja rétta matseðli heldur má gera aðeins meira úr kvöldstundinni.“

Matseðillinn á staðnum er fjölbreyttur og er hægt að fá allt frá heiðarlegum hamborgurum, hollum og góðum veganréttum upp í dýrindis steikur. „Hingað kemur afar fjölbreyttur hópur fólks, á öllum aldri enda er staðurinn fjölskylduvænn og stemningin frábær.“

Fyrirtækjaþjónusta
KRYDD Veitingahús býður einnig upp á þjónustu fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að panta hádegismat handa starfsmönnum þeirra og annaðhvort sótt á staðinn eða fengið sent í mötuneyti. „Fólk pantar sjálft af matseðlinum, hvort sem um er að ræða hádegisveganréttina, fisk dagsins eða af hefðbundnum hádegisréttaseðli,“ segir Hilmar.

Hægt er að nálgast vikuveganseðilinn á Facebook-síðunni.
KRYDD Veitingahús er staðsett að Strandgötu 34, Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar má nálgast á kryddveitingahus.is
Facebook: KRYDD Veitingahús
Instagram: kryddveitingahus

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi