Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Stracta hótel: Náttúruperlur til allra átta

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru fullkominn tími fyrir vinahópa, fjölskyldur og ástfangin pör til að endurnýja gömul kynni við helstu ferðamannastaði Íslands. Það skal engan undra að Suðurlandið sé vinsæll áningastaður, bæði fyrir erlenda ferðamenn og innlenda. Hér eru fossar, jöklar, sandbreiður, lón og óviðjafnanlegar fjörur svo langt sem augað eygir.

Í hjarta Suðurlandsins er Hótel Stracta í námunda við einar fegurstu náttúruperlur sem Ísland hefur upp á að bjóða. Út frá hótelinu er hentugt að fara í dagsferðir, allt frá Jökulsárlóni í austri til Landmannalauga í norðri, út á Reykjanesskaga í vestri, t.d. í Bláa lónið, og Vestmannaeyja í suðri. Hótelið leigir út bíla en að auki eru áætlunarferðir á hringvegi 1 til allra átta.

Nú eru 100 standard herbergi á hótelinu, 16 superior herbergi, 24 stúdíó herbergi, 18 í íbúðum og 2 svítur, alls 160 herbergi eða gistirými fyrir alls 370 manns. Stefnt er að því að herbergin verði 400 í framtíðinni. Kolefnisjöfnun hótelsins er að sama skapi komin vel á veg og hjálpar staðsetningin þar mikið til. Allt hótelið er á einni hæð, að undanskilinni þjónustubyggingu sem er á tveimur hæðum. Þar er að finna stórkostlegt útsýni yfir Suðurlandið.

Heitir pottar og norðurljós

Í garði í miðju hótelsins eru heitir pottar og gufubað sem stendur öllum gestum til boða, auk þess sem heitir pottar eru við íbúðirnar og svítur hótelsins fyrir gesti þeirra. Lýsingu við hótelið er þannig háttað að hún lýsir öll niður þannig að hún truflar ekki norðurljósaskoðun gesta sem geta notið þeirra í garði hótelsins og í heitu pottunum.

Hreidar hjá Hótel Stracta.

Rangárflatir 4, 850 Hella.

Bókaðu gistingu á stractahotels.is, í síma 531-8010 eða í netpósti, info@stractahotels.is

Instagram: Stracta hótel

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna