fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Kynning

Listasafnið á Akureyri: Tilvistarlegt tóm, hið ljóðræna og ævintýri

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 08:00

Verkið 4´33´´ eftir Elinu Brotherus af sýningunni Leikreglur / Rules of Play er tilvísun í samnefnt verk eftir John Cage frá árinu 1952. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Listasafninu á Akureyri kennir ýmissa grasa yfir páskana. Safnið er glæsilegt og standa nú yfir átta fjölbreyttar sýningar þar sem barnamenning, grasrót, hefðin og menningarsagan mætast á óhefðbundinn máta. „Listamennirnir eru ólíkir og ættu allir, börn sem fullorðnir, að finna eitthvað sem heillar þá. Sýningarnar velta ýmist upp tilvistarlegum spurningum, sýna áhorfendur í spéspegli, fræða þá um himingeiminn, eru ljóðrænar eða ævintýralegar. Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér til Akureyrar yfir páskana og baði sig í listum og menningu í Listasafninu á Akureyri,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri.

Verkið Griðastaður / Felustaður eftir Rósu Kristínu Júlíusdóttur af sýningunni Sköpun bernskunnar 2019. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Áttir/Directions er yfirgripsmikil einkasýning á hljóðverkum og myndbandsverki Tuma Magnússonar. „Þróun ferils Tuma er áhugaverð. Í byrjun notaði hann fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 millimetra kvikmyndir í verk sín. Næst málaði hann í hlutbundnum stíl uns hann fór að vinna með hugmyndina um málverk fremur en málverkið í hefðbundnum skilningi. Í lok 9. áratugarins voru hugmyndirnar tími og rými orðnar eitt aðalviðfangsefni verkanna. Rannsóknir Tuma héldu svo áfram í formi innsetninga, ljósmyndaverka og vídeó-/hljóðinnsetninga.“

Verkið Áttir / Directions eftir Tuma Magnússon tekur yfir sal 01 í Listasafninu. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

SuperBlack er sýning á málverkum Kristínar Gunnlaugsdóttur og leirverkum Margrétar Jónsdóttur. Verkin tengjast í gegnum tilvistarlegt tóm og spurningar um stöðu mannsins gagnvart náttúrunni.

Keramíkverk Margrétar Jónsdóttur á sýningunni SuperBlack. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Verk Margrétar velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama. Í verkum Kristínar skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar.

Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Sköpun bernskunnar 2019 er stór sýning á verkum leikskóla- og grunnskólabarna á aldrinum 5–16 ára sem unnin eru með listamönnunum Rósu Kristínu Júlíusdóttur og Kristni E. Hrafnssyni. Hér mætast skúlptúrar, teikningar, málverk, smáhlutir og þátttökuverk í þemanu heimurinn og geimurinn.

Verk eftir Kristin E. Hrafnsson af sýningunni Sköpun bernskunnar 2019. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu er sýning á einstökum ljósmyndaverkum og vídeóverkum finnsku listakonunnar Elinu Brotherus. „Sýningin hlaut Carte blanche PMU-verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017. Sýningin er sett upp í samstarfi við Listasafn Íslands. Við erum stolt að sýna þessi verk hér á Akureyri. Þetta er sýning sem enginn listunnandi má láta framhjá sér fara,“ segir Hlynur.

Verkið 4´33´´ eftir Elinu Brotherus af sýningunni Leikreglur / Rules of Play er tilvísun í samnefnt verk eftir John Cage frá árinu 1952. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Hugmyndir er ævintýraleg sýning á verkum Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar. Leikur og gleði með fjölbreyttum tilvísunum einkenna verkin og saman skapa þau spennandi sýningu sem auðgar og eflir ímyndunarafl barna á öllum aldri.

Úrval er sýning á völdum verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri. „Elsta verkið er frá fyrri hluta síðustu aldar og það yngsta er tveggja ára. Listamennirnir eiga flestir rætur að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Listasafnið á yfir 700 verk og við val á verkunum var fjölbreytni og kynjajöfnun höfð að leiðarljósi. Meirihluti safneignarinnar eru verk eftir karlmenn en þó vekur athygli að verkum eftir konur fjölgar þegar nær okkur dregur í tíma.“

Frá Kaupfélagsgili til Listagils er sýning unnin í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. „Með ljósmyndum og textum er kynnt fyrir áhorfendum það sem var í Gilinu áður en hér var Listagil með listasafn, Deigluna, myndlistaskóla, vinnustofur, sýningarsali, veitingastaði og íbúðir, en staðurinn á mikilvægan þátt í atvinnusögu Akureyrar. Við vildum votta fortíðinni, sem Listasafnið byggir á, virðingu og tengja gesti safnsins við söguna.“

Vídeóvinda er stórskemmtilegt verk úr smiðju Haraldar Karlssonar. Verkið er byggt á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu Vasulku. Notast er við 25 ára forrit, Image-ine, sem hollenski forritarinn Tom Demeyer vann með Steinu. „Við vildum bjóða börnum upp á skemmtilega og óhefðbundna upplifun en verkið sýnir áhorfandann í spéspegli, líkt og í speglagarði í tívolí.“ Vídeóvindan er sett upp með stuðningi verkefnisins List fyrir alla í samstarfi við Listasafn Íslands.

Skúlptúrverk Aðalheiðar Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku, má svo sjá úti á svölum listasafnsins þar sem einnig er gott útsýni yfir Pollinn, Akureyrarkirkju og Listagilið.

Gestir Listasafnsins virða fyrir sér verk eftir Elinu Brotherus af sýningunni Leikreglur / Rules of Play. Listasafnið á Akureyri / Daníel Starrason.

Opið er í Listasafninu á Akureyri alla daga og yfir alla páskana frá kl. 12–17.

Gil Kaffihús er opið kl. 9–17, en laugardaga er opið til kl. 17.30.

Kaupvangsstræti 8–12, Akureyri.

Sími: 461-2610.

www.listak.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 5 dögum

900 Grillhús: Goðsögulegir borgarar beint frá býli

900 Grillhús: Goðsögulegir borgarar beint frá býli
Kynning
Fyrir 1 viku

Hunda- og kattahótel Suðurnesja: Hvíldarinnlögn og sumarbúðir fyrir loðna leikfélaga

Hunda- og kattahótel Suðurnesja: Hvíldarinnlögn og sumarbúðir fyrir loðna leikfélaga
Kynning
Fyrir 1 viku

Lýsing og Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing og Hönnun er með lausnir fyrir alla
Kynning
Fyrir 1 viku

KÆLIDAGAR í Heimilistækjum

KÆLIDAGAR í Heimilistækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann
Kynning
Fyrir 2 vikum

Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fimmtugsafmæli fagnað á ferð: Hleypur, hjólar og syndir 100.050 metra

Fimmtugsafmæli fagnað á ferð: Hleypur, hjólar og syndir 100.050 metra