Sunnudagur 23.febrúar 2020
Kynning

Amazing Westfjords: Hvalaskoðun, sjóstangveiði og ægifegurð Ísafjarðardjúps

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. mars 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ölver er 77 tonna stálbátur sem siglir frá Ísafirði með farþega í hvalaskoðun og við köllum þetta náttúrulífsferðir. Náttúran í Ísafjarðardjúpi er afar heillandi og við sjáum til dæmis eyjarnar Vigur og Æðey, svo er það fjallahringurinn og sagan í Djúpinu. Við leggjum áherslu á góða leiðsögumenn sem tala bæði ensku og íslensku og fræða farþega um söguna hér,“ segir Ragnar Ágúst Kristinsson, annar eigenda hins nýstofnaða ferðaþjónustufyrirtækis Amazing Westfjords. Ísafjarðardjúpið er afar fýsilegur staður til að skoða dýralíf, eins og hval (hnúfubak), fugla og seli.

„Nemandi í haf- og strandveiðastjórnun sem starfar hjá okkur sem leiðsögumaður taldi að allt að 70–80 hnúfubakar væru í Djúpinu síðasta sumar og oft eru 6 til 10 hvalir í kringum okkur í einu. Það spillir ekki fyrir að það er mikil veðursæld á þessu svæði,“ segir Ragnar og bætir því við að maður upplifi náttúruna og náttúrufegurð svæðisins frá allt öðru sjónahorni þegar hennar er notið af sjó.

Mikill meirihluti farþega í hvalaskoðunarferðunum er erlendir ferðamenn og margir þeirra koma frá skemmtiferðaskipum. Hér er hins vegar um mjög góða afþreyingu og upplifun fyrir Íslendinga að ræða og frábært tækifæri til að kynnast náttúrufegurð Vestfjarða. Ferðirnar er hægt að bóka beint á vefsíðunni amazing-westfjords.is. Að sögn Ragnars verður boðið upp á tvær tveggja og hálfs tíma ferðir á dag alla daga vikunnar í sumar, frá 15. maí og út september á Ölver.

Gaman er að segja frá því að báturinn Ölver, sem byggður var sem fiskibátur árið 1990 en var breytt í farþegabát árið 2017, dregur nafn sitt af einum af vættum Ísafjarðardjúps. Þeir voru Ölver, Straumur og Flosi. Ölver var höfðingi af svæðinu sem heygður var með bát sínum á Hvassaleiti á Stigahlíð í haug sem kallaður er Ölvershaugur. Flosi er heygður í Ármúlafjalli og Straumur á Straumnesi, þannig að það sést á milli þeirra allra.

Sjóstangaveiðiferðir með Rostungi

Amazing Westfjords rekur líka farþegabátinn Rostung ÍS sem tekur sjö farþega í einu og verða ferðir í boði með honum frá miðjum maí og inn í haustið. Auk þess að skoða heillandi náttúrufegurðina í Djúpinu er einnig hægt að renna fyrir þorsk og fleiri fisktegundir, það mjög vinsælt sport bæði fyrir Íslendinga og útlendinga. Upplýsingar og bókanir í sjóstangaveiði með Rostungi eru í gegnum netfangið info@amazing-westfjords.is. eða í síma 888-1466.

Fyrir utan þessar ferðir eru síðan alls konar sérferðir boði. „Það er til dæmis verið að skipuleggja kirkjuferð norður í Grunnavík , farið er með vinnu- og vinahópa í matar- og skemmtiferðir, til dæmis í Vigur, Hesteyri og fleiri staði eftir óskum,“ segir Ragnar.

Fyrirtækið hóf reglulegar ferðir sumarið 2017 en fjöldi farþega margfaldaðist síðasta sumar. Að sögn Ragnars var byrjað að bóka á fullu fyrir áramót og hefur mikið verið bókað það sem af er árinu: „Ef fjölgunin sem stefnir í gengur eftir, þá spring ég annaðhvort úr monti eða álagi,“ segir Ragnar að lokum og hlær. Hann hlakkar til spennandi túristavertíðar í sumar.

Sjá nánar á vefsíðunni amazing-westfjords.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Krúska: Næring fyrir líkama og sál

Krúska: Næring fyrir líkama og sál
Kynning
Fyrir 3 vikum

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN