Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Jazzmessa í Vídalínskirkju

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi sunnudag 31. mars, kl. 11:00 verður haldin jazzmessa í Vídalínskirkju. Þrír bæjarlistamenn úr Garðabæ flytja sálma í jazzútsetningum. María Magnúsdóttir sönkona, Agnar Már Magnússon píanóleikari og Sigurður Flosason saxafónleikari munu m.a. flytja þrjá sálma eftir Sigurð og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Auk þess flytja listamennirnir þekkta sálma í eigin útsetningum. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Henning Emil Magnússon munu þjóna fyrir altari og prédika bæði út frá guðspjallinu og jazzsögunni.  Létt sveifla og helg alvara í góðum spuna.

 

Tríóið

María Magnúsdóttir söngkona og tónskáld var kjörinn bæjarlistamaður 2018, Agnar Már Magnússon hlaut nafnbótina 2010 og Sigurður Flosason árið 2005. Þau hafa öll verið áberandi í tónlistarlífinu um langt skeið.

Sigurður Flosason.

Sigurður Flosason, tónskáld og saxófónleikari, er fæddur árið 1964 og hefur um langa tíð verið virkur í íslensku tónlistarlífi. Hann lauk einleikarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann lauk Bachelors- og Mastersprófum frá Indiana University í Bandaríkjunum bæði í klassískum saxófónleik og jazzfræðum. Sigurður hefur um árabil verið í hópi atkvæðamestu jazztónlistarmanna Íslands. Geisladiskar hans, um 30 talsins, spanna vítt tónlistarlegt svið. Sigurður hefur m.a. gefið út plötur með Gunnari Gunnarssyni organista þar sem þeir spinna töfrandi vef úr sálmahefðinni. Þau eru ófá tónlistarverðlaunin sem Sigurður hefur verið tilnefndur til. Hann hefur hlotið níu verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs tvívegis og hlotnast margvíslegur heiður fyrir sitt starf.  Árið 2018 kom út Sálmar á nýrri öld þar sem Schola Cantorum flytja 26 sálma eftir Sigurð og Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Agnar Már Magnússon.

Fyrsta plata Agnars Más hét Núll einn og var dreift víða um heim af spænska plötufyrirtækinu Fresh Sound- New Talent. Sá diskur var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001. Hann hefur m.a. sent frá sér Tónn í tómið, flygladúett ásamt Ástvaldi Traustasyni og Fals, B3 orgeltríó. Geisladiskurinn Fals fékk 4 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2003. Hann hefur einnig sent frá sér Hyl og Hendingu.

Agnar hefur á tónlistarferli sínum m.a. unnið til verðlaunanna „Outstanding Musicianship Award“ frá Berklee tónlistarháskólanum í Boston og komist í undanúrslit í Alþjóðlegu djass-píanókeppninni Martial Solal í París haustið 2002. Hann hefur útsett lög fyrir geislaplötur og söngleiki, starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár, leikið á tónleikum hérlendis sem erlendis, verið píanóleikari og annast tónlistarstjórn í leikhúsi. Agnar starfar nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt píanóleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH.

María Magnúsdóttir.

María stundaði sína grunnskólagöngu í Garðabæ. María lauk burtfarar- og kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2008. Áður en hún hélt utan í frekara nám í tónlist starfaði hún hér á landi sem tónlistarkennari, stýrði og útsetti m.a. fyrir Gospelkór Jóns Vídalíns.

Á árunum 2011 – 2016 bjó María fyrst í Hollandi þarsem hún lauk prófi í jazzsöng og tónsmíðum við Konunglega listaháskólann í Haag. Eftir það lá leiðin til London þar sem María lauk gráðunni Master of Popular Music.

María samdi kórverkið Guðnýjarljóð við þrjú af ljóðum Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum fyrir Kvennakórinn Kötlu á haustmánuðum 2015 með styrk frá Tónskáldasjóði 365 og STEF, en verkið var frumflutt á Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í apríl 2016.

María starfar nú á nýjan leik á Íslandi sem virk og skapandi tónlistarkona og sem söng- og lagasmíðakennari í Tónlistarskóla FÍH, Menntaskóla í Tónlist og við Listaháskóla Íslands.

 

Ekki eingöngu jazz

Á sama tíma verður Sunnudagaskólinn undir styrkri stjórn Matthildar Bjarnadóttur og hennar fólks. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og kleinur. Verið öll hjartanlega velkomin. Hvetjum ykkur til að eiga góða stund í kirkjunni og eiga síðan gott samfélag áfram eftir messu í safnaðarheimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna