Sunnudagur 23.febrúar 2020
Kynning

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM MAZDA3

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búinn Mazda3 á laugardaginn í Reykjavík og Akureyri kl. 12-16. Komdu og upplifðu einstaka tilfinningu. 
Ný kynslóð Mazda3 er veisla fyrir skynfærin
Nú hefst nýr kafli í sögu Mazda. Mazda3 er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi svo þú upplifir afburða akstur. Með SkyActiv -bíltækninni bregst Mazda3 við öllum fyrirætlunum
þínum með fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Innra rýmið hefur verið hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða
og titringi til að skapa afburða akstursupplifun.
Hönnun Mazda3 er einstök og dásömuð af sérfræðingum um allan heim. Mazda3 er sannkallað listaverk að utan sem innan – sannkölluð veisla fyrir skynfærin. 
 
Aksturseiginleikar sameina mann og bíl
Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða „maður og hestur verða eitt“. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda3 leysir þetta á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. G-VECTORING PLUS akstursstjórnunartæknin er önnur kynslóð þessa afar fullkomna kerfis. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega.
Fögur hönnun og einstakt samspil gæðaefna í innréttingu
Ytri hönnun Mazda3 er einstaklega fögur þar sem flæðandi línur, ljósabúnaður og margvísleg önnur natni við smáatriði gefa bílnum einstaka lúxusásýnd. Þegar inn er komið upplifir þú magnaða hönnun innréttingar með samspili gæðaefna með einstakri áferð sem gælir við skynfærin. Mazda3 býður upp á einstaklega hljóðlátt innra rými þar sem veghljóð hefur verið lágmarkað.
Einstakur hljóðheimur í þinni eigin Hörpu
Hljóðkerfi í Cosmo útgáfu Mazda3 hefur verið hannað í samvinnu við Bose® til að búa til þinn fullkomna hljóðheim. Tólf Bose® hátalarar umlykja allt farþegarýmið og skila  einstökum hljóðheim – bæði á lágum og háum hljóðstyrk.
Fimm stjörnu framúrskarandi öryggi
Hátækni Mazda í öryggisþróun sést m.a. í i-ACTIVSENCE  öryggis tækninni sem verndar þig og þína, nánast eins og að hafa aðstoðarbílstjóra. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoða og greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumanninn vita. Daglegur akstur í Mazda3 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum.
Framúrskarandi samskiptatækni
Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt uppfærðum 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki aksturinn. Samskiptatæknin Mazda-Connect hefur verið endurhönnuð og er nú hraðvirkari og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni. Bose hljómtækin skila einstökum hljómi með tólf hátölurum sem eru staðsettir á úthugsuðum stöðum í farþegarýminu. Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í nýjum Mazda3.
Sparneytnar, kraftmiklar vélar og þýð sjálfskipting
Mazda SKYACTIV-G bensínvélin frá Mazda er einstaklega kraftmikil, búin einstakri spartækni Mazda og er því mjög sparneytin og fæst með þýðri sjálfskiptingu sem gerir aksturinn bæði einfaldan og hagkvæman.
Nýjasta SKYACTIV tækni Mazda ásamt 24 volta hybrid kerfinu (Mild Hybrid) skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. M-Hybdrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtir hana þegar á meiri orku þarf á að halda eins og t.d við að ná auknu afli við upptak eða framúrakstur. Með því að nýta þessa orku sem ella færi til spillis þarf vélin ekki að erfiða eins mikið og þannig sparast mikið eldsneyti og mengun minnkar. SKYACTIV – G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda.
Nýjasta tækniundur Mazda er síðan SKYACTIV-X, byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en Mazda hefur nú leyst gátuna.  SKYACTIV-X vélin verður kynnt á Íslandi í upphafi árs 2020.
Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda.
Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búinn Mazda3 á laugardaginn í Reykjavík og á Akureyri kl. 12-16. Komdu og upplifðu einstaka tilfinningu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Krúska: Næring fyrir líkama og sál

Krúska: Næring fyrir líkama og sál
Kynning
Fyrir 3 vikum

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN