fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Kynning

Merkisdagur á Dýraspítalanum í Víðidal – Framkvæmdu í fyrsta skipti hjartaaðgerð á hundi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraspítalinn í Víðidal hefur starfað frá árinu 2001. Í dag eru átta dýralæknar við spítalann og sá níundi bætist í hópinn von bráðar, auk tveggja dýrahjúkrunarfræðinga og fjölda góðs starfsfólks. „Við sjáum um alla almenna dýralæknaþjónustu, læknisskoðanir, bólusetningar og ormahreinsanir, sjúkdómsgreiningar, meðferðir og sérhæfðar aðgerðir. Við tökum á móti öllum gæludýrum, hundum, köttum, fuglum og nagdýrum. Hér er fullbúinn hestaspítali og þjónusta fyrir önnur húsdýr eins sauðfé, nautgripi, svín og fleira. Vegna aukinna umsvifa bjóðum við nú upp á tímapantanir í síma 540-9900 eða í gegnum tímatorg á netinu,“ segir Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Víðidal.

Þaulreyndir dýralæknar sem bjóða upp á sérhæfða þjónustu

Dýralæknar Dýraspítalans í Víðidal eru eins og áður sagði átta talsins og hafa allir sitt áhugasvið. „Við sjáum öll um almennar dýralækningar á stofunni, en við höfum lagt okkar metnað í að sækja framhaldsmenntun á ákveðnum sviðum dýralæknisfræðinnar. Þannig höfum við Katrín Harðardóttir sótt endurmenntun í skurðlækningum. Ólöf Loftsdóttir er fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta og hefur sótt framhaldsmenntun í hjartasjúkdómum. Lísa Bjarnadóttir, einnig fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta, er sérmenntuð í augnsjúkdómum. Á staðnum er sérútbúin tannlæknastofa fyrir dýrin, sem er sviðið hennar Hrundar Ýrar Óladóttur. Helgi Sigurðsson er sérfræðingur í hestasjúkdómum og sér um hestaspítalann ásamt Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur,“ segir Halldóra.


Framkvæmdu í fyrsta skipti hjartaaðgerð á hundi

Þann 27. febrúar síðastliðinn framkvæmdu dýralæknarnir í Víðidal hjartaaðgerð á hundi í fyrsta skipti. Um var að ræða ungan hund með opna fósturæð (PDA), sem er meðfæddur hjartagalli, en slíkur hjartagalli er sá eini sem hægt er að laga. Blessunarlega gekk aðgerðin vel og vaknaði hundurinn án aukahljóðs frá hjarta. Hundurinn er nú mun orkumeiri og á möguleika á lengra og betra lífi, þökk sé dýralæknateyminu í Víðidal og faglegum vinnubrögðum.

Nýjar víddir í sjúkdómsgreiningu

„Tove Nielsen, sérfræðingur í myndgreiningu tók til starfa hjá okkur í október síðasta haust og hefur opnað fyrir okkur nýjar víddir í sjúkdómsgreiningu dýra.“ Aðspurð segir Halldóra að hægt sé að mynda öll dýr, bæði stór og smá. Góð tæki eru á staðnum og er hægt að setja naggrísi og fugla, jafnt sem stærri dýr, í röntgenmyndatöku og ómskoðun og til að auðvelda sjúkdómsgreiningu.

 

„Yfirleitt förum við ekki heim til fólks í vitjanir nema um sé að ræða heilt got í hvolpa- eða kettlingaskoðun eða heimaaflífun. Þegar kemur að því að framkvæma læknisskoðun á dýrunum, bólusetja þau og sjúkdómsgreina þá er að sjálfsögðu best að koma með þau hingað á spítalann þar sem við höfum öll lyf, tæki og tól til þess að bjóða upp á eins góða þjónustu og völ er á.“

Dýraspítalinn Víðidal er staðsettur að Vatnsveituvegi 4, Reykjavík.

Sími: 540-9900

Facebook: Dýraspítalinn í Víðidal.

Bókaðu tíma á timatorg.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum