fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Aldrei of seint að kenna gömlum hundi að sitja

Kynning
Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 23. mars 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggur hundaskóli leggur áherslu á samvinnu milli hunds og eiganda. Skólinn notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir sem byggjast á því að verðlauna hundinn fyrir þá hegðun sem eigendur vilja sjá og hunsa þá hegðun sem þeir vilja ekki sjá.

Það er þolinmæði, samvinna, virðing og traust sem eru höfð að leiðarljósi hjá Trygg og eru það þær Sandra Sjöfn Helgadóttir og Björk Ingvarsdóttir sem standa að skólanum. Þær eiga báðar tvo hunda. Sandra er með tvo Border Collie/íslenska blendinga, þau Ronju og Atlas, og Björk er með Labrador Retriever og Golden Retriever, þær Tinnu og Zandý. Að sögn þeirra er aldrei of seint að kenna gömlum hundi að sitja.

Hvernig varð þetta til hjá ykkur?
„Við kynnumst upphaflega í gegnum Björgunarhundasveit Íslands. En þangað mættum við báðar á vetrarnámskeið árið 2012. Við smullum strax saman og áhugi okkar beggja á hundum og þjálfun þeirra leyndi sér ekki. Fljótlega skráðum við okkur saman í nám í hundaþjálfun hjá Vores Hundecenter í Danmörku. Þetta var 15 mánaða nám sem við fórum saman í gegnum og var mjög krefjandi og skemmtilegur tími. Eftir þetta skráum við okkur svo í atferlisfræðinám við sama skóla en það er 2ja ára nám. Eftir þetta fórum við að þjálfa sjálfstætt og í sitthvoru lagi en vorum alltaf að hjálpa hvor annarri. Svo við ákváðum að sameinast sem Tryggur Hundaskóli og hér erum við í dag.“

Hvað hefur reynst eftirsóknarverðast?
„Það eru einkatímarnir, og yfirleitt er það út af einhverjum sérstökum vandamálum. Vandamál sem snúa að tilfinningum eða ákveðnum aðstæðum er yfirleitt best að taka á í einkatíma. Þá fær eigandinn greiningu á vandamálinu, kennslu og sérsniðið þjálfunarplan með þarfir einstaklingsins í huga.“

Hversu mikilvæg er þolinmæðin í svona ferli?
„Þolinmæðin er mjög mikilvæg í allri þjálfun. Það eru yfirleitt engar töfralausnir á vandamálum, sem leysa þau strax. Öll þjálfun tekur tíma og maður er í raun aldrei alveg „búinn“ að þjálfa, það þarf alltaf að viðhalda þjálfun svo lengi sem hundurinn lifir. Svo við myndum segja að þolinmæði sé eitt það allra mikilvægasta sem hundaeigendur þurfa að hafa að leiðarljósi við þjálfun.“

Hvernig viðbrögð hafið þið fengið?
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og fólk vonandi almennt ánægt með þjálfunina okkar. Það er alltaf gaman þegar maður sér árangur og glaða eigendur að vinna með hundana sína.“

Hvað finnst ykkur vera mest gefandi við þetta starf?
„Það er ótrúlega gefandi að hitta mismunandi hunda, allskonar karaktera, kynnast mörgum tegundum og eiginleikum þeirra. En sérstaklega gefandi er þegar maður getur hjálpað og séð árangur með þjálfuninni.“

Eru einhverjir viðburðir á næstunni hjá ykkur?
„Næst á dagskránni er hlýðninámskeið fyrir hunda á öllum aldri helgina 12.-14 apríl. og við hlökkum mjög til þess. Í sumar er svo stefnan tekin á landsbyggðina og erum við með nokkra staði í kortunum til að halda námskeið. Svo erum við auðvitað með bókaða einkatíma hér og þar.“

Þær Sandra og Björk.

Hægt er að fylgjast með Trygg á Facebook, instagram og www.tryggur.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Kombucha tveggja ára: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu

Kombucha tveggja ára: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu
Kynning
Fyrir 3 dögum

Suðulist: Stál er okkar fag

Suðulist: Stál er okkar fag
Kynning
Fyrir 5 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 6 dögum

Dýrafóður.is: Gæði og þekking í þágu dýra

Dýrafóður.is: Gæði og þekking í þágu dýra
Kynning
Fyrir 1 viku

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara
Kynning
Fyrir 1 viku

„Þið eruð geðveikir!“ sagði hann og skrensaði í burtu

„Þið eruð geðveikir!“ sagði hann og skrensaði í burtu
Kynning
Fyrir 2 vikum

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi