fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

Alhliða garðaþjónusta – hellulagnir, pallasmíði og skjólveggir

Kynning

Garðaþjónusta Kópavogs

Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðaþjónusta Kópavogs er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða garðaþjónustu. Kópavogsbúar þekkja vel til vandaðra verka fyrirtækisins sem hefur um árabil séð um að prýða garða, hreinsa beð og helluleggja. Helgi Bersi Ásgeirsson garðyrkjumaður segir að aðaláhersla fyrirtækisins sé lögð á almennt viðhald á görðum sem og gerð nýrra garða.

„Við sérhæfum okkur meðal annars í að helluleggja en það er einmitt mikið um að fólk sé að helluleggja um þessar mundir. Við aðstoðum einnig viðskiptavini við hönnun og skipulag á görðum,“ segir hann.

Einnig smíðar Garðaþjónusta Kópavogs palla og skjólveggi.

Hvers kyns garðaþjónusta

„Garðaþjónusta Kópavogs sinnir einnig tyrfingu, jarðvegsskiptum, trjáfellingu og trjáklippingu. Þótt fyrirtækið sé eyrnamerkt Kópavogi þá förum við gjarnan yfir bæjarmörkin og vinnum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, ef því er að skipta. Við leitumst líka við að hagræða verkefnum og vinnutíma eftir þörfum viðskiptavina hverju sinni.“

Garðaþjónusta Kópavogs er með áratuga reynslu í hvers kyns garðaþjónustu og leggur mikinn metnað í að þjónusta fjölda einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga í almennu garðaviðhaldi yfir allt sumarið.

Garðaþjónusta Kópavogs
Austurkór 63, Kópavogur. Sími: 859-7090.
Garðaþjónusta Kópavogs er á Facebook: gardakop

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum