fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum

Kynning

IP Kerfi – vefverslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IP Kerfi er vefverslun sem býður upp á afar fjölbreyttar og spennandi lausnir í öryggismálum og eftirlitsbúnaði. Sem dæmi er IP Kerfi umboðsaðili fyrir Kentec-brunaviðvörunarkerfi, sem og Hochiki-reykskynjara og -handboða. Þessi kerfi eru víða í notkun hér á landi, til dæmis í Hörpu, þar sem eru fjórar stöðvar með yfir 1.600 fylgihluti tengda við sig. Enn fremur er notast við búnað frá Kentec og Hochiki í Hellisheiðarvirkjun, sem og víða í skólum, sundlaugum, söfnum, hótelum og skrifstofubyggingum.

Hochiki hefur allan búnað fyrir brunaviðvörunarkerfi og LED neyðarlýsingu.
Hochiki hefur allan búnað fyrir brunaviðvörunarkerfi og LED neyðarlýsingu.

Hochiki-búnaðurinn er þekktur fyrir að vera með mjög lága bilanatíðni. IP Kerfi kappkostar að selja búnaðinn til rafverktaka sem fá forrit frá Kentec til að forrita stöðvar. Þá geta þeir unnið verkið og haft árlegt eftirlit með kerfum sem þeir setja upp.

IP Kerfi selur Milesight-upptökuþjóna (servera) sem eru með upptökugæði í 4K upplausn og eru IP-myndavélar frá 1,3 til 5MP. Allir upptökuþjónar taka við upptökum úr ONVIF-myndavélum.

Fullkomið frelsi með Wi-Fi-dyrasíma

IP Kerfi kappkosta að kynna og bjóða reglulega upp á það nýjasta og besta í þessum bransa. Ein afar áhugaverð nýjung er Wi-Fi-dyrasími sem tengist snjallsímum. Þessi tækni er afar heppileg fyrir þá sem reka Airbnb, gistihús og hótel. Dyrasíminn tengist beini (router) og notar þráðlaust net (Wi-Fi) þegar notandinn er á staðnum. En þegar notandinn er fjarstaddur notar dyrasíminn ský (cloud) á netinu til að hafa samband við símann í gegnum 3G eða 4G. Rekstraraðilinn hefur því fullkomið frelsi og þarf ekki að vera á staðnum til að vakta eignina.

V-care: Tvöföld virkni

Önnur áhugaverð nýjung eru þráðlausu V-care-viðvörunarkerfin sem hafa tvöfalda virkni, bæði Wi-Fi og GSM. Kerfið lætur vita ef hurð er opin eða ef hreyfing er í húsinu. Hægt er að hlusta í snjallsímanum, tengjast HD-myndavél og skoða heimili sitt eða viðkomandi húseign hvenær sem er í appinu í snjallsímanum.

EZ RJ45-töng og tengi fyrir LAN-kapla

Flestir kannast við að það getur verið seinlegt að tengja RJ45-tengi og stundum gengur það hreinlega ekki. Þess vegna býður IP Kerfi upp á EZ RJ45-töngina en með henni verður tengingin fljótleg og klikkar aldrei.

Á slóðinni www.ipkerfi.is er öflug heimasíða og vefverslun. Þar má fá ítarlegri upplýsingar um þann búnað sem hér hefur verið nefndur og upplýsingar um annan búnað, sem og um verð og hvað hver pakki inniheldur.

IP Kerfi er einnig á Facebook, á slóðinni https://www.facebook.com/IP.Kerfi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum