fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 17. mars 2019 10:00

Oddur Jarl Haraldsson og Ægir Hreinn Bjarnason, eigendur Key of Marketing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Key of Marketing er auglýsingastofa sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. „Við leggjum mikið upp úr því að finna lausnir sem henta hverju fyrirtæki fyrir sig. Við vinnum í sameiningu að markmiðum sem fólk vill ná með markaðssetningunni og stillum upp markaðsplani í samræmi við það,“ segir Ægir Hreinn Bjarnason, annar eigenda Key of Marketing.

Þá skiptir miklu máli að velja lokamarkmið í byrjun hverrar auglýsingar, þar sem áherslan er mismunandi eftir vörum og þjónustu. Þá byrja samfélagsmiðlarnir að beina auglýsingunum að þeim sem eru líklegastir til að uppfylla það lokamarkmið sem er valið. Þess vegna skiptir máli hvort markmiðið er sölur, likes, traffík, fá fólk á póstlista, fá skilaboð eða það sem hentar best sem lokamarkmið fyrir fyrirtækið.

 

Óhræddir við ný verkefni

„Við erum óhræddir við að finna nýjar leiðir og halda á ný mið. Til dæmis erum við komnir á kaf í að finna nýjar lausnir fyrir ferðamannamarkaðinn. Að vinna með fyrirtækjum í þeim geira er auðvitað allt annað en að vinna fyrir t.d. DV, því þar erum við að sækja bæði á erlendan og íslenskan markhóp og auk þess eru lokamarkmiðin afar ólík. Við erum með mikla reynslu í auglýsingum á samfélagsmiðlum bæði hérlendis og erlendis, en við erum nú þegar í samstarfi með fyrirtækjum sem eru að auglýsa úti um allan heim.“

 

Mælanlegur árangur

Margir leita eftir mælanlegum árangri, sem er jú erfiðara að mæla á öðrum stöðum en á samfélagsmiðlum. Með því að nota samfélagsmiðla getur þú séð hvaða markhópur skilar þeim árangri sem þú óskar eftir. „Til dæmis ef við beinum auglýsingum til íþróttafólks, þá getum við séð það á beinni sölu á vefsíðunni í gegnum auglýsinguna hvort t.d. fótboltamenn eða hjólreiðamenn skili betri svörun. Þú getur því náð þeim markhópi sem þú óskar eftir, t.a.m. fjölskyldufólki, fólki sem verslar mikið á netinu, eftir aldri og margt fleira.“

Ef Facebook Pixel hugbúnaðurinn er settur upp á vefsíðunni er hægt að hafa tengingu á milli Facebook, Instagram og vefsíðu. Þá er hægt að sjá virkni hjá markhópnum inni á vefsíðu og unnt er að endursenda auglýsingar á þá sem hafa keypt áður eða skoðað vefsíðuna.

„Það er svo margt hægt að telja upp sem samfélagsmiðlar hafa framyfir önnur auglýsingapláss, en ef þú hefur áhuga á að vita meira þá erum við opnir fyrir fyrirspurnum á team@keyofmarketing.com.“

Skráðu þig á námskeið hjá Key of Marketing og lærðu hvernig má stækka kúnnahópinn með markaðsgöldrum samfélagsmiðlanna.

Key of marketing býður upp á markaðsþjónustu við eftirfarandi:

Facebook, Instagram, Google, Youtube og LinkedIn.

Kennslu við auglýsingar á Facebook og Instagram.

Myndatöku, myndbandsgerð.

Vefsíðugerð.

Grafíska hönnun.

 

Nánari upplýsingar á https://keyofmarketing.com/

Facebook: Key Of Marketing

Instagram: keyofmarketing

LinkedIn: Key Of Marketing

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn